Kennedy um valdheimsku Bandaríkjanna

Robert F. Kennedy yngri, hvers faðir var myrtur af araba, skrifar grein um afskipti Bandaríkjanna af málefnum miðausturlanda. Greinin afhjúpar Bandaríkin sem höfuðskúrk í óöldinni í miðausturlöndum.

Vald til að stjórna atburðarás þar sem ríkisstjórnum er skipt út eftir þörfum og vald til að ráða yfir frásögninni af atburðarásinni stuðlar að valdheimsku sem ber feigðina í sér fyrir alla hlutaðeigandi. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna höfðu þetta vald eftir seinni heimsstyrjöld og beittu því skipulega i miðausturlöndum.

Kennedy lýsir afskiptum Bandaríkjanna af innanríkismálum í Sýrlandi, Íran og Írak áratugi aftur í tímann. Olíuhagsmunir bandarískra fyrirtækja eru í aðalhlutverki. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, studdi blóðugar stjórnarbyltingar ef sitjandi ríkisstjórn starfaði ekki samkvæmt bandarískri forskrift.

Assad Sýrlandsforseti varð skotmark Bandaríkjanna vegna þess að hann neitaði að samþykkja olíuleiðslu um Sýrland sem stjórnin í Washington vildi að yrði lögð. Bandaríkin veittu fé til uppreisnarhópa gegn Assad, m.a. hópum sem seinna urðu að Ríki íslam.

Grein Kennedy er í takt við breytta umræðu um afskipti Bandaríkjanna af miðausturlöndum. Æ betur kemur í ljós hve illa Bandaríkin standa að málefnum miðausturlanda og umræðan verður gagnrýnni enda skilja Bandaríkin eftir sig sviðna jörð, t.d í Írak.

Kennedy segir einboðið að arabar sjálfir ráði fram úr sínum málum, Bandaríkin eiga að standa á hliðarlínunni. Það þýddi að Bandaríkin létu af valdheimsku sem þeir hafa stundað í 65 ár í þessum heimshluta. Líkurnar eru ekki miklar að stórveldið sjái að sér í bráð. Því miður fyrir alla viðkomandi.

 


mbl.is Vopnahlé í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband