Vondu karlarnir í Sýrlandi

Ráðamenn á vesturlöndum kenna Assad forseta um upplausnarástandið í Sýrlandi og þar á eftir Pútín Rússlandsforseta fyrir að styðja Assad. Íslensk stjórnvöld eru aðilar að endurlífgun Rússagrýlu með aðild að viðskiptabanni (með Úkraínurökum).

Í Bandaríkjunum er ekki einhugur um að Assad/Pútín séu skúrkarnir í Sýrlandi. í Boston Globe, góðborgaralegu stórblaði, birtist grein eftir Stephen Kinzer frá rannsóknastofnun við Brown háskóla sem húðskammar fjölmiðla fyrir að taka undir með kolrangri greiningu bandaríska stjónvalda á ástandinu í Sýrlandi.

Samkvæmt Kinzer eru svokallaðir hófsamir uppreisnarmenn, sem vestræn ríki styðja, varla annað en hópar misindismanna sem sitja yfir hlut almennings.

Kinzer segir alvarlegt að bandarísk umræða sé svo utangátta að taka ofbeldismenn fyrir engla. Bandaríkin, segir Kinzer, ráða lífi og dauða þjóða með hernaðarmætti sínum.

Nýleg dæmi um hvernig hernaðarmætti Bandaríkjanna er beitt til að búa til nýtt yfirvald þjóða, t.d. í Írak, lofa ekki góðu fyrir Sýrland. Það er saga bandarískra afskipta af lögmætum ríkisstjórnum í miðausturlöndum ekki áferðafalleg.

Vondu karlarnir í Sýrlandi eru ekki einu megin víglínunnar en þeir góðu hinum megin.


mbl.is Vörpuðu 21 tonni af neyðarbirgðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband