Tveir siðleysingjar, saklaus stúlka og hlutverk fjölmiðla

Ljótt að heyra frásögn Bylgju Babýlons um tvo stráka sem gengu í skrokk á henni í æsku. Drengirnir tveir urðu fullorðnir nauðgarar og óhætt að segja að snemma beygist krókurinn.

Bylgja er eina heimild blaðamanns fyrir frásögninni um níð á minni máttar og slaka framgöngu yfirmanna í skóla í röktu eineltismáli.

Það er ekki einleikið hvað ,,frægir" verða fyrir slæmri lífsreynslu snemma á ævinni: Hallgrími var nauðgað, einhver perri gerði Vigdís Gríms óleik og svo er það söngkonan sem fékk í sig súkkulaðimola og óprenthæfar athugasemdir - í árum talið raunar eftir að barndómi lauk. Þá er ótalinn Jón Gnarr sem skemmdist á Núpi vegna villimennsku skólasystkina og starfsliðs. Núna er það sem sagt Bylgja Babýlons er rifjar upp erfiða æsku með lexíu handa uppalendum á heimilum og skólum.

Blaðamaðurinn, og ritstjórn mbl.is, hljóta að fara í málið, kynna sér málsatvik; ræða við skólastjórnendur í viðkomandi skóla og kanna félagslegan bakgrunn siðleysingjanna sem píndu Bylgju. Málavextir og kringumstæður ættu að vera ær og kýr fjölmiðla í málum af þessu tagi en ekki fésbókarfærslur.

,,Frægir" þrífast á umræðunni þar sem betra er að veifa röngu tré en öngu. Hlutverk fjölmiðla er ekki að vera gjallarhorn ,,frægra" heldur að upplýsa almenning um stöðu mála. Fjölmiðlar eiga ekki að útmála fyrir almenningi einnar heimildar heimsmynd ,,frægra" heldur draga upp raunsanna mynd af veruleikanum.    


mbl.is Alltaf eins og hún væri vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband