Píratafylgið hafnar Sjálfstæðisflokki

Stærsta fréttin í nýrri skoðanakönnun, að frátöldu 40 prósent fylgi Pírata, er fylgistap Sjálfstæðisflokksins upp á sex prósentustig.

Á síðasta landsfundi reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að höfða til píratafylgis með popúlistamálum eins og áfengi í matvöruverslunum, frjálshyggjulegri forystu og einkavæðingu.

Píratafylgið, sem einu sinni hét lausafylgi, leitar ekki að píratamálum í Sjálfstæðisflokknum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leitar á þessi mið, sem einu sinni voru sameiginleg með Samfylkingu, er næsta víst að annað fylgi, borgaralegt íhald, haldi á aðrar slóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Páll. surprised

Jón Valur Jensson, 28.1.2016 kl. 17:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki vel við unað með hvað 2 til 4% minna fylgi en í síðustu kosningum. Framsókn er skv. könnunum búin að missa um 60% af atkvæðum sínum frá síðustu kosningum. Vg með svipað fylgi og í síðustu kosningum. Björt framtíð búin að missa stærstan hluta atvkæða sinna. Samfylkingin er enn á svipuð róli og eftir síðustu kosningar þar sem fyligið hafi jú hrapað.

Held að nú verið farið að slá í kosningagírinn í stjórnarliðinu og nú næstu misseri verði kosningamálin þannig að reynt verður að gera allt fyrir alla. Ekki viss um að það sé gott fyrir þjóðarbúið til framtíðar en verður gaman hjá mörgum að njóta þess að vera í bólunni sem springur svo væntanlega seinnihluta næsta ár eða þar næsta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2016 kl. 19:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjálfstæðismenn skila sér að mestu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2016 kl. 19:13

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers konar ofboðslegt hatur er þetta eiginlega á Pírötum?

Hverjir telja sig vera betri en Píratar, og á hvað réttlætisgrunni telja einhverjir sig betri ef Píratar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2016 kl. 03:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er ekki um neitt "hatur" á Pírötum að ræða, Anna Sigríður, og sízt "ofboðslegt hatur", varla að það sé andað á þá. Þú átt ekki að bera svona sakir á samborgara þína.

En hér á ég harða og verðskuldaða gagnrýni á þennan ábyrgðarlausa nýjabrumsflokk: Pírata-úrhrakið enn stefnulaust um mörg meginmál - með VIÐAUKA

 

Jón Valur Jensson, 29.1.2016 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband