Skipta um ráðherra

Ísland á ekki aðild að Úkraínu-deilunni sem snýst um forræði yfir landi þar sem auðmannaklíkur hafa látið greipar sópa frá lokum kalda stríðsins. Deiluaðilar eru Bandaríkin og ESB annars vegar og hins vegar Rússar.

Ísland skuldar hvorki Bandaríkjunum né ESB þjónkun við stórveldahagsmuni þeirra sem reynt er á fölskum forsendum að klæða í búning fullveldisbaráttu Úkraínumann.

Hagsmunir Íslands eru að halda vinsamlegum samskiptum við granna okkar og viðskiptaþjóðir. Utanríkisráðherra sem lætur ófriðaröfl í Washington og Brussel villa sér sýn á hagsmuni Íslands á vitanlega ekki að sitja stundinni lengur í embætti.


mbl.is Skiptir ekki um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Utanríkisráðherra;,svo uppburðarlítill og sakleysislegur að sjá frá þingpöllunum 2009. Varla að manni dytti í hug ráðherraefni,en menn koma stundum á óvart! - - Bara oftar fyrir fullveldisbaráttu og dáð.   

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2016 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband