Píratar á móti gagnsæi, hvetja til ábyrgðarleysis

Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar og sem slíkir eiga þeir að standa skil á gerðum sínum á opinberum vettvangi, til dæmis hvernig þeir greiða atkvæði í mikilsverðum málum á alþingi.

Píratar leggja fram tillögu um breytingar á þingsköpum þannig að þingmenn geti í skjóli nafnleysis fellt sitjandi ríkisstjórn.

Tillaga Pírata elur á ábyrgðarleysi og ógagnsæi á æðstu stöðum.

Nafnlaus óhæfuverk á alþingi er það sísta sem við þurfum á að halda.


mbl.is Vilja leynilegar kosningar um vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Held að Píratar skilji ekki hugtakið gagnsæi. Kannski af því það er ekki á ensku.

Ragnhildur Kolka, 23.10.2015 kl. 17:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

tongue-out

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2015 kl. 18:46

3 Smámynd: Unnar Örn Ólafsson

4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.

Flokksræðið er ekki valdaminni gagnvart þingmönnum. 

4.5 Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir.

Utanaðkomandi þrýstingur hefur ekki eins mikil áhrif á þingmenn þegar kosning um vantrausttillögu er leynileg.

3.4 Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, en aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga

Mæli með að þið kíkið á Grunnstefnu Pírata. Hún er ekki bara lýðræðisleg, heldur líka á glimrandi fallegri íslensku.

http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Unnar Örn Ólafsson, 23.10.2015 kl. 21:33

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sýnir sig með hverjum degi sem líður að gegnsæi var aldrei í spilunum hjá sjóræningjunum, var bara kjafta rugl af því að þeir nenna ekki að lesa frumvörpin til að geta tekið afstöðu til frumvarpa, en í staðinn rugla þeir um gegnsæi sem sjóræningjarnir hafa i raun og veru engan áhuga á.

Leinilega kosningu í þingsal Alþingis, ég hef ekki heyrt aðra eins vitleysu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 04:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Auðvitað Jóhann nenna þeir ekki að lesa frumvörpin með lepp fyrir öðru auganu. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2015 kl. 06:48

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru með lepp fyrir öðru auganu og hitt er lokað.

Jóhann Elíasson, 24.10.2015 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband