Þorgerður Katrín gefst upp sem ESB-sinni

Óánægja í Sjálfstæðisflokknum stafar EKKI af því að flokkurinn er á móti aðild að Evrópusambandsins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum varaformaður flokksins. Hún segir í viðtali við vísi.is

Það er ákveðinn hópur innan flokksins sem vill sjá aðrar leiðir heldur en forystan er að fara. En menn hafa ekki mikið vit á pólitík og innviðum flokksins ef þeir halda að Evrópumálin séu það sem fólk er óánægt með.

Þorgerður Katrín barðist ásamt Benedikt Jóhannessyni og fáeinum öðrum gegn því á landsfundum Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hafnaði skýrt og skorinort ESB-aðíld.

En núna eru það sem sagt ekki ESB-málin, sem valda óánægju Þorgarðar Katrínar. Óánægða fólkið verður að leita sér að nýju óánægju-máli.

Sumir eiga sér óánægju að hugsjón. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

það er ekki síst egocentrisminn sem tröllríður nútíma samfélögum sem á sök á þessari "ófullnægju". Fólk sem finnst það ekki metið að verðleikum (fær ekki vilja sínum þröngvað upp á aðra)fer í fýlu í stað þess að leitast við að vinna með öðrum. Það er ekkert nýtt að tekist sé á um málefni, en þessi galopna fjölmiðlun og internetið, þar sem allt er sagt, gerir mönnum líka erfiðara að snúa til baka.

Ragnhildur Kolka, 2.10.2015 kl. 15:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þá var hún ung,dróg augað í pung,eins og aðrar ömmur,svo segir í gömlum slagara.Þá hafði maður á tilfinningunni að þessi stelpa yrði forætisráðherra.Hvenær þá,?Fyrir hrun! Fljótlega eftir það gekk örvadrífan yfir flokkinn og maður saup hveljur yfir atganginu og fólk "ládautt" hvað? Er það ekki svona vindlaust,engin átt,ég ætla að spyrja Trausta veðurfræðing hvort ég skilji það rétt. Mb.KV. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2015 kl. 15:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ragnhildur er svo sammála þér, -þú ert með þetta.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2015 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband