RÚV þvingar borgarstjóra til að gefa pólitískt rétt svar

RÚV er orðin að áróðursmiðstöð þeirra sem vilja að Ísland taki við nokkur hundruð flóttamönnum, jafnvel þúsundum. Í hádegisfréttum RÚV var borgarstjóri með rökbrellu þvingaður til að gefa pólitískt rétt svar við spurningu sama fréttamans og tók ráðherra til bæna í gær.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vildi síður nefna tölu á fjölda flóttamanna. Fréttmaðurinn beitti þá rökbrellunni um þvingað val, en sú brella er þekktust í spurningunni ,,ertu hættur að berja eiginkonuna?" Hvernig sem svarað er þá er barsmiðum játað.

Orðrétt eru samskipti fréttamanns og boragarstjóra þessi:

Fréttamaður:,,Gæti borgin jafnvel tekið á móti nokkur hundruð flóttamönnum?"

Borgarstjóri: ,,Já, ég held það..."

Fréttamaðurinn fer býsna nærri að leggja borgarstjóra orð í munn og leyfir sér síðan að birta frétt með eftirfarandi uppslætti: ,,Borgin gæti tekið á móti nokkur hundruð". Öllum sem heyrðu fréttina skildist að borgarstjóra vildi síður nefna tölur og láta ríkisstjórnina um að ákveða fjölda flóttamanna sem skuli veitt viðtöku. En það hentar ekki RÚV.

RÚV reynir með brellum og afflutningi orða viðmælenda sinna að fá niðurstöðu sem RÚV er fyrirfram búin að gefa sér.

Vinnubrögð RÚV eru fyrir neðan allar hellur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Af hverju vilja borgaryfirvöld ekki leysa fyrst húsnæðisvandann, í stað þess að auka enn frekar á hann ? Hvernig væri að fréttamaður ruv leggði fram slíka spurningu ?

Loncexter, 5.9.2015 kl. 17:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já segðu Loncexter,mátti vita eftir misbeitingu frétta ruv.öll þessi ár,að ég gerði rétt í að opna ekki fyrir þær.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2015 kl. 19:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samlíkingin við spurninguna um það hvort sá sem spurður er sé hættur að berja eiginkonu sína er órökrétt. Sú spurning gefur enga aðra möguleika á svari en þann, að viðkomandi hafi barið eiginkonu sína hingað til. 

Borgarstjóri hafði hins vegar val um það að svara því neitandi að borgin gæti tekið á móti nokkur hundruð flóttamönnum. 

Ómar Ragnarsson, 5.9.2015 kl. 21:48

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hélt að búið væri að yfirfylla neyðarskýlin og félagslega íbúðakerfið sprungið. Dagur Bé á þá enn einhver loforð uppí erminni.

Ragnhildur Kolka, 5.9.2015 kl. 22:04

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef borgarstjóri hefði sagt nei, það sé ekki hægt að taka á móti nokkur hundruð flóttamönnum þá kæmi hann út sem kaldlyndur. Enginn stjórnmálamaður gefur sig út fyrir að vera kaldlyndur - það fælir frá atkvæðin.

Í spurningunni var þess vegna þvingað val. Borgarstjóri varð að segja já. Ef fréttamaður hefði spurt hvort borgin gæti tekið við nokkur þúsund flóttamönnum þá hefði borgarstjóri einn sagt já.

Ísland getur tekið við þúsundum ef ekki milljónum flóttamanna, það er enginn skortur á landrými og jarðhiti er nægur til að hita upp öll nýju heimilin. Það er aftur spurning hvað verður um menningu og lífshætti þeirra sem landið byggja áður en flóttamennina ber að garði.

Páll Vilhjálmsson, 6.9.2015 kl. 09:56

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður pistill að vanda kæri Páll.

Það má benda á að nýverið lokaði borgin á eitt úrræði útigangsmanna úti á Granda. Þeir mega víst bara „éta það sem úi frýs“ það blessað fólk sem hefur lent í ógöngum með líf sitt eins og þeir sem Dagur B og Ess Njörn ásamt Sóleyju hafa úthýst.

Það er kannski verið að rýma fyrir ISIS-moldvörpum á leið til landsins ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.9.2015 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband