Facebook-réttlæti

Þjófar og misindisfólk á erfiðara uppdráttar þegar upptökur nást af lögbrotum þeirra og hægt að birta á samfélagsmiðlum eins og Facebook. Flestir gemsar eru með upptökuvél og þá er víða að finna staðbundnar upptökuvélar í eigu einstaklinga og fyrirtækja.

Réttlæti í höndum einstaklinga er á hinn bóginn vandmeðfarið. Einkaaðilar eru ekki með rannsóknaheimildir og ekki þjálfaðir, líkt og lögregla og saksóknarar, að fara með opinbert vald.

Við búum við þá réttarfarslegu meginhugsun að betra sé að níu sekir sleppi fremur en að saklaus sé dæmdur. Í Facebook-réttlæti er hætt við að þessi hugsun fari fyrir lítið.

 

 


mbl.is Fann þjófana með hjálp Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband