Hatursfáni og sjálfstæðisfáni

Fáni Suðurríkjanna er mörgum tákn sjálfstæðis gagnvart alríkisstjórninni í Washington. Öðrum er hann réttlæting á þrælahaldi sem viðgekkst í Bandaríkjunum fram að borgarastríðinu rétt eftir miðja 19. öld.

Bandaríkin voru framan af laustengt bandalag nýlendna Breta sem kröfðust sjálfstæðis undir lok 18. aldar. Sjálfstæði ríkjanna er mörgum hjartans mál enn þann dag í dag. Eftir sigur á Bretum fengu sumir þrælar frelsi sakir herþjónustu í þágu málstaðarins. Sú dýrð varði ekki lengi.

Efnahagskerfi Suðurríkjanna byggði á þrælum sem týndu baðmull sem varð að vefnaðarvöru í Norðurríkjunum og Evrópu.

Norðurríkin snerust gegn þrælahaldi og þar með hófst borgarastríðið sem er mannskæðasta stríð Bandaríkjanna, fyrri og seinni heimsstyrjöld meðtaldar.

Eftir sigur Norðurríkjanna biðu þrælarnir í hundrað ár eftir borgararéttindum. Martin Lúther King og mannréttindabaráttan á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar batt endi á hugmyndina um ,,aðskilnað og jafnrétti" sem var orðaleikur um ójafnrétti en var hluti lagavenju fram yfir miðja nýliðna öld.

Deilan um fána Suðurríkjanna kennir að sagan er lifandi veruleiki, jafnvel í sögulausu landi eins og Bandaríkjunum.

 


mbl.is „Takið fánann niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Af hverju kallarðu Bandaríkin sögulaust land?

Steinarr Kr. , 22.6.2015 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband