Króna, fullveldi og heimilisvandinn á Íslandi

Verkföll opinberra starfsmanna, sem alþingi bannaði með lögum, er heimilisvandi Íslendinga. Ríkisstjórn okkar átti um tvo vonda kosti að velja. Í fyrsta lagi að fallast á kröfur opinberra starfsmanna og setja þar með nýgerða kjarasamninga ASÍ-félaga í uppnám. Í öðru lagi að taka tímabundið verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum.

Ríkisstjórnin tók skárri kostinn af tveim vondum. Fullvalda þjóð með sjálfstæðan gjaldmiðil virkar þannig að málamiðlunin er innlend. Það er þjóðin sjálf sem tekur ákvörðun, í gegnum þjóðþing og ríkisstjórn, og situr uppi með afleiðingarnar.

Vandamálin á Íslandi eru lúxusvandin í samanburði við þjóðir sem búa við skert fullveldi og framandi gjaldmiðil: Írland, Portúgal, Grikkland, Spánn, Finnland eru meðal þeirra.

Evrópusambandið hvorki skýlir þjóðum fyrir efnahagslegum mistökum né kemur í veg fyrir ytri áföll. En eitraða blandan, ESB-aðild og evra, sýnir sannanlega að leiðin úr efnahagsvanda er erfiðari en fyrir fullvalda þjóðir með eigin mynt.

Heimilisvandi Grikkja er evrópskt vandamál. Grikkir fá ekki tækifæri til að finna innlenda málamiðlum á sínum vanda. Grikkir eru ósjálfbjarga með ESB-aðild og evru sem lögeyri.

Óskiljanlegt er að á Íslandi skuli stjórnmálaafl, Samfylkingin, berjast fyrir því að við framseljum fullveldið til Brussel.


mbl.is Vill breyta alþjóðlega fjármálakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vandi Grikkja er allt annars eðlis en okkar. Okkar vandi kom að mestu til vegna þess að við erum með örmynt sem gjaldmiðil. Það var hún sem olli bólunni sem sprakk enda hún að stórum hluta til fjárfestingar vegna vaxtamunar.

Vandi Grikkja er fyrst og fremst til komin vegna óráðsíu í ríisfjármálum í marga áratugi. Það er einfaldlega komið að skuldadögunum og allt hrundi þegar kreppti að í alþjóðlegu fjármálakerfi. Þeirra vandi hefði orðið mun meiir ef þeir heðfu ekki verið aðilar að ESB og ekki verið með Evru. Þá hefðu þau vaxtakjör sem ríkinu bauðst orðið mun lakair en þau þó urðu og mjög líklegt að ríkið væri löngu orðið ógreiðsluhæft.

Það að Grikkir þurfi að fara eftir því sem lánadrottnar þeirra ákveða er ekki til komið vegna ESB eða Evru aðildar þeirra. Ríki sem ráða ekki við að greiða skuldir sínar og þurfa greiðslufresti og niðurfellingu skulda til að halda þjóðfélaginu gangandi eru háð skilyrðum lánadrottna sinna óháð gjaldmiðli. Og svo má benda á það að lán Grikkja voru flest tekin erlensis og hefðu því verið í erlendum gjaldmiðlum ef Grikkir væru meðsinn eigin gjaldmiðil og því hefði óhjákvæmileg falla þeirra eigin gjaldmiðils leitt til mikillar hækkunar erlendra skulda þeirra og gert þær enn óviðráðanlegri.

Það er því alveg á tæru að staða Grikkja væri mun verri ef þeir hefðu hafg sinn eigin gjalmdiðil. En staða okkar væri mun betri ef við hefðum verið aðilar að ESB og haft Evru því þá hefðum við ekki lent í þeim gjalmiðilsvanda sem hefur að mestu skapað okkar vanda. 

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2015 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband