Íslensku Grænlendingarnir til Englands?

Listi yfir norræna innflytjendur til Jórvíkurskíris á Englandi á 15. öld getur átt við Íslendinga, eins og Egill Helgason giskar á. Einnig er mögulegt að þar séu komnir íslenskir íbúar Grænlands.

Íslendingar tóku til við að búa Grænland í kringum árið 1000. Helstu byggðir voru Eystribyggð og Vestribyggð. Rústir um 330 bæja Íslendinga hafa fundist og gætu þeir hafa hýst um þrjú þúsund manns.

Byggð Íslendinga á Grænlandi eyddist á 15. öld. Fornleifauppgröftur gefur vísbendingar að byggðin hafi smátt og smátt fjarað út þegar veðurfar gerði Íslendingum ómögulegt að stunda búskap.

Ef það er tilfellið að íslenskir íbúar Grænlands hafi á 15. öld flust frá landinu er ekki óhugsandi að leiðin hafi legið til Englands. Á þessum tíma var verulegur fjöldi enskra skipa við Ísland að fiska og kaupa skreið. Sigling til Grænlands frá Íslandi var ekki tiltökumál fyrir sæfara sem komnir voru frá Englandi.

Stórfelldur mannfellir var á Íslandi snemma á 15. öld og líklega þokkalegt framboð af jarðnæði framan af öldinni. Ef byggð í Grænlandi lagðist af seint á þeirri öld er Ísland líklega fullsetið. Þá væri nærtækt að taka sér far með enskum skipum til annarrar eyju þar sem mátti hefja búskap. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband