Grísk-þýskur ómöguleiki

Grikkir vilja taka einhliða ákvörðun um sín fjármál, í nafni fullveldis og lýðræðis, en eru í myntsamstarfi við 18 önnur ríki og hafa þegið þaðan ótalda milljarða evra í björgunaraðstoð.

Þjóðverjar tóku í upphafi þátt í evru-samstarfinu á þeim forsendum að það yrði eingöngu myntsamtarf en ekki samstarf á sviði ríkisfjármála - enda vissu þeir að slíkt samstarf þýddi að þýski ríkissjóðurinn, sá öflugasti á evru-svæðinu, stæði í ábyrgð fyrir skuldum óreiðuríkja eins og Grikklands.

Ef Grikkir gefa eftir í yfirstandandi deilu viðurkenna þeir að fullveldi og lýðræði er orðin tóm í Evrópusambandinu. Ef Þjóðverjar gefa eftir viðurkenna þeir ábyrgð á skuldum Suður-Evrópuríkja.

Mögulega finnst tímabundin málamiðlun á grísk-þýska ómöguleikanum en það verður aðeins til að viðhalda blekkingunni í evru-samstarfinu enn um hríð.


mbl.is Telur samkomulag enn mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

IMF Prógrammið sem grikkir eru í, - er nákvæmlega eins og IMF prógrammið sem Ísland var í.  

Það tekur enginn ,,einhliða ákvörðun" um fjármál rikis.  Hverskonar barnaskapur er þetta.  Við erum ekki í fornöld þar sem einangrun svæða gat verið fífurleg.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.2.2015 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband