Sigrún hefur rétt fyrir sér, prófessor og þýðendur rangt

RÚV kallaði upp á dekk í hádeginu yfirlýstan ESB-sinna, Gauta Kristmannsson prófessor, til að atast í Sigrún Magnúsdóttur. Í kjölfarið, eins og eftir pöntun, kemur ályktun frá félögum Gauta.

Skemmst er frá að segja að Sigrún hefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.

Á ensku heitir það að gylla lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Breska ríkisstjórnin ákvað að við svo búið mætti ekki standa og skipaði nefnd til að finna leiðir að komast hjá íþyngjandi áhrifum ESB-reglugerða og laga einmitt með skapandi þýðingum og aðlögnum. Áhrifin þóttu jákvæð.

Svíar unnu einnig skipulega vinnu til að nýta sér svigrúmið í kröfum ESB um samræmdan rétt.

En vitanlega finnst ESB-sinnum á Íslandi ótækt að við skulum reyna að koma okkur undan mestu ESB-áþjáninni.


mbl.is Þýðendur harma orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er undarlegt ef hægt er að komast undan EES (ESB) reglugerðum með þýðingarbrellum. Það stenst ekki nokkra skoðun. Ef það er hægt eru reglugerðirnar gjörsamlega marklausar. 

Það er ekki til neitt sem heitir "smávegis öðruvísi lög". Þau eru bara önnur. Við segjum t.d. ekki að konur séu "smá óléttar", ef þær eru komnar stutt á leið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.2.2015 kl. 15:00

2 Smámynd: Njörður Helgason

Fyrir framsókn og Skagfirðinga eru lög og reglur aðeins fyrir þá. 

Njörður Helgason, 16.2.2015 kl. 15:10

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Svíar orða möguleikann svona


The term ‘to gold-plate’ is frequently used in regulatory contexts in the EU when national implementation of EU legislation exceeds what a legal act requires while staying within legality.

Það er sem sagt hægt að vera innan ramma ESB-laga án þess að uppfylla ramman. Þar kemur til skapandi þýðin og túlkun aðildarríkja.

Sjá sænska heimild

http://www.nnr.se/nyheter/arkiv/clarifying-gold-plating-better-implementation-of-eu-legislation.html

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2015 kl. 15:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit að Norðmenn nýta sér þessa túlkun í sinni þýðingu á regluverkinu.  Enda eru þar hlutir eins og til dæmis heimaslátrun leyfð i meira mæli en hér.  Hér er haldið í fáránlegar reglur um niðurfall fyrir blóðvatn sem gerir bændum erfitt fyrir að reka lítil sláturhús að sögn vegna regluverks EES en er leyft í Noregi.  En ég hef nú reyndar grun um að þar sé um að ræða verndun fyrir sláturhúsaleyfishafa en ekki endilega þrengri túlkun á lögum.  En það ætti ef til vill að skoða það dæmi og fleiri slík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2015 kl. 16:10

5 Smámynd: Birnuson

Viðleitni Breta og Svía til að skafa gullhúðina af regluverki sínu er áreiðanlega góðra gjalda verð. Hún hefur hins vegar ekkert með þýðingu á undirliggjandi reglugerðum og tilskipunum ES að gera, eins og sjá má af því að hvergi er minnst á þýðingar í skýrslunum sem P.V. vísar til.

Nefndar skýrslur snúast um transposition, þ.e. hvernig ES-reglur, sem þá er þegar búið að þýða, eru felldar inn í breska eða sænska löggjöf. Það getur verið mikil vinna að gera það með þeim hætti að niðurstaðan verði ekki óþarflega íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, og það er sjálfsagt ástæðan fyrir „gullhúðuninni“.

Birnuson, 16.2.2015 kl. 16:19

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Þetta er rangt.  Það er ekki hægt að komast undan heildarramma ESB lagaverksins.  En ESB dírektíf eru bara heildarrammi.  Viðkomandi ríki sjá svo um innréttinguna.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2015 kl. 16:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þýðir bara að viö höfum farið fulldjúpt í að samþykkja hvað sem er extreme. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2015 kl. 16:51

8 Smámynd: Jón Bjarni

Nei Páll, þú hefur rangt fyrir þér - þýðing breytir engu í þessu samhengi og kæmi upp sú staða að vegna þýðingar væri innihald laga ekki í samræmi við regluverk ESB þá myndi við lögskýringu vera notast við upprunalega textann, ekki þann íslenska.

Jón Bjarni, 16.2.2015 kl. 17:12

9 Smámynd: Örn Johnson

Fleiri en utanríkisráðuneytið þurfa að þýða regluverk frá Evrópu, tildæmis f.v. Flugmálastjórn, nú Isavia. Það er með ólíkindum hvað þeim hefur stundum mistekist það verk og með miklum kostnaði fyrir flugvélaeigendur.

Örn Johnson, 16.2.2015 kl. 17:45

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðuhöfundur veður því miður í villu og svíma.

The term "to gold-plate" is frequently used in regulatory contexts in the EU when national implementation of EU legislation exceeds what a legal act requires while staying within legality.

Með öðrum orðum: "gylling" er það þegar innleiðing ESB-reglna í landslög gengur lengra en þær reglur gera kröfur um að lágmarki.

Dæmi: Tilskipun um neytendalán kveður á um lágmarks samræmingu á reglum sem er ætlað að vernda neytendur fyrir óréttmætum skilmálum neytendalána. Reglurnar ná hinsvegar aðeins yfir skilgreindan flokk lánsforma, þar sem m.a. fasteignaveðlán eru undanskilin. Ísland innleiðir tilskipunina 1993, en ákveður árið 2000 að útvíkka gildissvið þeirra reglna þannig að þær nái einnig til fasteignaveðlána, og veita íslenskum neytendum þannig ríkari vernd heldur en lágmarkskröfur tilskipunarinnar kveða á um. Slíkar reglur eru ekki í neinni andstöðu við tilskipunina, þar sem þær gera í raun betur en tilskipunin krefst.

Orðatiltækið "to gold-plate" eins og það er skilgreint í þessu samhengi, þýðir að bæta um betur, frekar en að draga úr áhrifum reglnanna.

Hvort sem maður er fylgjandi aðild að ESB eða ekki þá er Ísland samt aðili að EES og ástæðulaust að fara með fleipur um hvað það felur í sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 20:41

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll á það til að segja einhverja tóma vitleysu af því hann sér heiminn í gegnum sín kámugu pólitísku gleraugu.

Skeggi Skaftason, 16.2.2015 kl. 23:07

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í tilvitnaðri sænskri heimild er orðalagið þetta

The term "to gold-plate" is frequently used in regulatory contexts in the EU when national implementation of EU legislation exceeds what a legal act requires while staying within legality.

Í framhaldi segir: However, there are different understandings of what the concept gold-plating actually covers. Some people assign more to the concept, and others less.

Hér er augljóslega verið að tala um æfingar til að komast hjá íþyngjandi áhrifum reglugerða frá Brussel. Að ,,gylla" reglugerðir frá Brussel getur þýtt að ganga skrefinu lengra í innleiðingum en það getur líka þýtt að tileinka sér naumhyggju þar sem aðeins er innleitt það bráðnauðsynlegasta úr reglugerðum.

Páll Vilhjálmsson, 17.2.2015 kl. 07:16

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll.

Þetta er einmitt rétt hjá þér, þetta síðasta. Gott að þú sjáir að þér og viðurkennir, a.m.k. óbeint, að þetta hugtak "gold plating" hafi EKKERT með þýðingar að gera.

Þú mættir útskýra þetta fyrir umhverfisráðherra, sem vantar skilning og þekkingu á grundvallaratriðum í Evrópurétti - og þýðingarfræðum.

Skeggi Skaftason, 17.2.2015 kl. 08:51

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þú ert auðvitqað svo mikill sérfræðingur í svona þýðingum gefur þú í skyn ! Það sést ekki á því hvernig þú vísvitandi (ég ætla þér ekki slíka heimsku að kunna ekki einfalda ensku) snýrð á haus því sem sagt er við þig af yfirmönnum ESB um aðlögunarreglur þess og það sem stendur þvers ok kruss um heimasíðu ESB á barnaskólaensku sem og fyrir lengra komna í bland.

Þú verður því seint talinn s´rfræðingur í slíku sem þessu sem Páll ræðir hér. Það er svo morgunljóst eins og sjá má í myndbandinu að neðan auk alls þess sem þú hefur rætt um það mál um tíðina.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2015 kl. 09:31

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Séra Kári,

Ert þú að beina orðum þínum til mín? Þú ert svo óðamála, ég skil ekkert hvað þú ert að fara. Hefur þetta eitthvað að gera með það sem Páll ræðir í pistli sínum og kommentinu?

Skeggi Skaftason, 17.2.2015 kl. 11:29

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Það kemur því við að þú gefur þig út fyrir að vera með fagnaðarerindi þýðinganna á hreinu og hvað er rétt og rangt í því.

Sé það rétt - þá skýtur skökku við dæmið um þig þar sem þú vísvitandi rangtúlkar og stundum virðist þú ljúga um það sem ESB segir í t.d. aðlögunarferlisreglum sínum um umsóknarríki. Þar tekur þú þér mikið skáldaleyfi - raunar snýrð á haus því sem stendur á skíreri barnaskólaensku sem hvert barn í grunnskóla á að geta skilið án vandkvæða.

Þess vegna er skrítið að sjá þig ræða um orð Sigrúnar ráðherra sem og það sem Páll síðuhafi skrifar hér - og að eiga að geta litið á þig sem sérlegan sérfræðing í þessum efnum.

Því miður sýnir sagan að í þessu efni er þér vart treystandi virðist flestum þegar þeir hafa kynnt sér það.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.2.2015 kl. 13:09

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er undarlegt að standa í svona samræðum. Ég ræði hér við mann sem svarar svo allt öðrum manni. Pínu eins og sena í sögunni 'Englar alheimsins'. Eða Gaukshreiðrinu.

Skeggi Skaftason, 18.2.2015 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband