RÚV hótar alþingi og þjóðinni

RÚV er með 3,5 milljarða kr. á fjárlögum og býr ekki við neina skerðingu. Engu að síður hótar valdaapparatið RÚV þingi og þjóð að ef fjárkúgun stofnunarinnar nær ekki fram að ganga þá hljótist illt af.

DV undir forystu RÚV-arans Hallgríms Thorsteinssonar er látið koma hótuninni á framfæri:

Þeir sem muna tímana tvenna í pólitíkinni segja að þá sannist það, sem vitað var áður, að pólitískar herferðir gegn RÚV svara aldrei pólitískum kostnaði.

RÚV ætlar sér sem fjölmiðill að vega að þingi og þjóð. Stofnun sem hagar sér svona á vitanlega ekki að vera á opinberu framfæri. Hendum RÚV á markaðinn og látum kvikindið spjara sig þar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Heyr heyr  kæri Páll ¨!¨ 

Þó fyrr hefði verið. Bara klippa af þeim allan aur og láta þa afla sér viðskiptavina og spjara sig - eða dayja ella.

Þess er minnst núna að dr. Jón Óttar bauð RÚV ókeypos aðgang að myndlyklakerfi Stöðvar3 ef þeir færu af fjárlögum. Þá kæmi í ljós hverjir hefðu áhuga á að kaupa sér áskrift. Skemmst er að ðminnast að ríkisútvarpið þáði ekki hið góða boð d. Jóns Óttars sem kunnugt er. Þarna þurftu þeir ekki einu sinni að kosta til búnaðinum eins og Stöð2 hafði gert.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 10:24

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 Það kom fram í þætti á stöð 3, að mig minnir, að framlag til RÚV hefur aukist ár frá ári undanfarin ár. Það hefur semsagt enginn niðurskurður orðið á þeirri stofnun. Fyrri ríkisstjórn hefur á sama tíma skorið framlög til landspítalans og heilbrigðiskerfisins gríðarlega niður sem hefur jú skapað þetta ófremdarástand sem er í kerfinu í dag. Framgangsröðunin hefur greinilega ekki verið í lagi hjá þessum flokkum. Ég er sammála þér prédikari með. "Bara klippa af þeim allan aur og láta þa afla sér viðskiptavina og spjara sig - eða dayja ella". En ætti þetta ekki að gilda um allar stofnanir ríkisins? Líka þjóðkirkjuna?

Jósef Smári Ásmundsson, 16.12.2014 kl. 12:11

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári 

Hahaha góður - enn heggur þú í sama knérunn. Varstu ekki búinn að kynna þér það sem ég og fleiri hafa ítrekað sýnt þér fram á og liggur fyrir í lögum - þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun og er ekki á fjárlögum sem slík. Greiðslur sem eru á fjárlögum eru ígildi kaupsamningsgreiðslna fyrir nærri 17% alls jarðnæðis sem ríkið tók yfir. Sömuleiðis er ríkið að innheimta sóknargjöld fyrir öll trúfélög og lífsskoðunarfélög og er því ekki framlag ríkissjóðs heldur sér þa um innheimtu sóknargjaldsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 13:54

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kirkjan þyggur nú samt framlög frá ríkinu þó þú reynir að halda öðru fram prédikari. Þú hefur nú einmitt meðal annars rökstutt þennan ríkisstyrk með því að benda á RÚV, sinfóníuna og þjóðleikhúsið. Ertu búinn að gleyma því? Það er nokkuð til sem heitir að vera sjálfum sér samkvæmur.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.12.2014 kl. 18:14

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu vantar reyndar 2,6 milljarða til RÚV af útvarpsgjaldi sem innheimt var af skattgreiðendum skv. lögum á árunum 2010-2014:

2010   272 milljónir

2011   484 milljónir

2012   655 milljónir

2013   707 milljónir

2014   486 milljónir

Erlingur Alfreð Jónsson, 16.12.2014 kl. 19:20

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jósef Smári.

Hver eru þessi framlög sem þú segir þjóðkirkjuna „þiggja“ ?

Hvar og hvenær hef ég rökstutt ríkisstyrk til þjóðkirkjunnar þegar ég hef verið að vitna í greiðslur sem eru ekki framlag eða styrkur heldur kaupsamningsgreiðslur og sóknargjöld og fært fyrir þí rök söguleg sem lagaleg ?

Ég hlýt að hafa verið á LSD hafir þú rétt fyrir þér með þetta - það passar samt ekki því slík efni hef ég aldrei notað !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.12.2014 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband