Jón Ásgeir á bak við kaup Binga á DV

365 miðlar verða fjarskiptafyrirtæki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fjölmiðlahluti 365 miðla verður sameinaður DV/Eyjunni/Pressunni undir forystu Björns Inga Hrafnssonar.

Jón Ásgeir er með tögl og haldir á útgáfufyrirtæki Björns Inga sem er þekktur fyrir tengsl sín við útrásarauðmennina allt frá REI-málinu þegar Björn Ingi var í hlutverki borgarfulltrúa að veita auðmönnum aðgang að eigum Orkuveitu Reykjavíkur. ,,Besti díll Íslandssögunnar", var sms-ið sem Björn Ingi fékk frá Jóni Ásgeiri á sínum tíma.

Björn Ingi er kominn með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu og byrjaður að samþætta DV og Eyjuna/Pressuna. Hvergi er komið fram opinberlega að Jón Ásgeir er maðurinn á bakvið uppgang Björns Inga, sem er með reglulegan Eyju-þátt á 365-miðlum Jóns Ásgeirs.

Samkeppniseftirlitið myndi ekki líta það hýru auga að DV/Eyjan og Pressan auk fjölmiðlahluta 365 miðla yrði eitt og sama fyrirtækið. Enda fer það ekki hátt.


mbl.is 365 miðlar og Tal hafa sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Báðir eiga þeir Björn Ingi og Jón Ásgeir að baki miklar afskriftir fjár sem lenda á herðum almennings.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.12.2014 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband