RÚV leitar að vitnum gegn Sigmundi Davíð

Fréttamaður RÚV hringdi í fræðimenn í dag til að fá þá til að vitna gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Tilefnið var að Sigmundur Davíð svaraði fyrirspurn frá fjölmiðli vegna umræðu um það hvort ríkissaksóknari ætti rannsaka lekamál í Samkeppniseftirlitinu.

Fréttmaður RÚV reyndi að fá fræðimenn með sér í leiðangur til að sýna fram á að forsætisráðherra virti ekki þrískiptingu valdsins og reyndi að hafa óeðlileg áhrif á ákæruvaldið. Engar fréttir komu í kvöldfréttatímum RÚV um málið þannig að fræðimenn sáu í gegnum fréttahönnun RÚV og neituðu að taka þátt í þessum tilbúningi.

Vinnubrögð fréttastofu RÚV eru anda þeirrar stefnu að búa til pólitískan veruleika í stað þess að upplýsa á hlutlægan hátt um stöðu mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dv kligjaði ekki við að birta þessa fáránlegu ásökun byggða á því að hann hafi sagt sitt persónulega álit um að eitt hlyti yfir alla að ganga í svona málum. Hann tok því þó sérstaklega fram að það væri utan hans umboðs að svara spurningum um þetta og benti mönnum á að leita svara á réttum stöðum.

Þetta er hreint viðbjóðsleg ormagryfja þessir spunadjölmiðlar vinstursins og ekki lagast flökurleikinn við að lesa athugasemdir "virkra í athugasemdum".

Ég vona bara að þar sé botfallið af íslensku samfelagi á ferð en ekki þversnið af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2014 kl. 19:37

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þarf ekki að hreinsameira til hjá Ríkisútvarpinu. Það er ekki bara það að vera með persónulegan róg heldur er verið að æsa landana gegn ríkisstjórn. Fólk er orðið skrambi leitt á þessu kjaftæði á Alþingi síðustu vikurnar. Það væri betra að þessar fylkingar sætu heima eða funduðu með augsjáanlega áhugalausum félagsmönnum sem sást vel þegar Katrín var að messa yfir vinstri Grænum  

Valdimar Samúelsson, 18.10.2014 kl. 20:14

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Siðleysi Framsóknarmanna á sér engin mörk.  Björn Ingi að birta efni samtals við barnungan og óreyndan pólitíkus sem hefur ekki kynnt sér siðareglur sem eiga að gilda í stjórnsýslunni.  Því miður þá búum við í bananalýðveldi með fullri virðingu við apana sem hugtakið dregur nafn af.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2014 kl. 20:33

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þeim tókst betur upp á dv.is, því þeir náðu að góma tvíeykið Svan og Svansson sem efast ekki um að dómsmálaráðherra sé alvarlega brotlegur gagnvart þrískiptingunni.

Ragnhildur Kolka, 18.10.2014 kl. 20:38

5 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Nú er allt til rannsóknar, engu má sleppa eftir að Omosarmálið opnaði pandóruboxið. Hraðbraut var lekið og síðar lekið frá Samkeppniseftirliti. Hvað kemur næst?

Kolbeinn Pálsson, 18.10.2014 kl. 22:25

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Næst á dagskrá er að lækna þetta lið af lekanda. Ég reikna fastlega með því að landlæknir eigi búnað til þess að eiga við þenna ferlega smitsjúkdóm.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.10.2014 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband