Hugtak skapar lífshættu

,,Túristagos" er heiti sem gosið í Holuhrauni fékk fljótlega eftir að ljóst varð að það myndi hvorki ógna mannabyggð né flugumferð.

Þegar saklaust heiti var komið á fyrirbærið töldu ferðaþjónustuaðilar óhætt að nálgast gosstöðvarnar.

Og lögðu sjálfa sig og aðra í lífshættu.

Orð eru máttug.


mbl.is Vísindamenn yfirgáfu svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Maður veltir fyrir sér landafræðikunnáttu blaðamanna í sambandi við gosið í Holuhrauni. Nú á gasskýið að hafa lagst yfir Víkursand og Óðalshraun. Ég er mjög kunnugur á gosstöðvunum og hef verið talinn vel að mér í örnefnum á þeim slóðum. Eini Víkursandurinn sem ég man þó eftir í fljótu bragði er í Héðinsfirði á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Örnefnið Óðalshraun man ég hins vegar ekki eftir að hafa heyrt áður og veit því ekkert hvar það getur verið. Fyrst gasskýið er nyrst á Tröllaskaga, hvers vegna þurfa þá vísindamenn að yfirgefa Öskju? Kannski er þetta Óðalshraun einhvers staðar nálægt Öskju, hver veit?

corvus corax, 25.9.2014 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband