Greiðir RÚV málskostnað fréttamanns gegn bloggara?

Fréttamaður RÚV, Anna Kristín Pálsdóttir, stefndi síðuhaldara vegna gagnrýni á frétt um ESB og krafðist ómerkingar og skaðabóta. Síðuhaldari var sýknaður í héraðsdómi og gagnrýnin stóð óhreyfð.

Síðuhaldari sá sjálfur um sína málsvörn. Liður í undirbúningi málsvarnarinnar var að fá upplýsingar frá RÚV um það hvort stofnunin stæði að baki stefnu Önnu Kristínar. Síðuhaldari skrifaði Magnúsi Geir útvarpsstjóra tölvupóst þann 27. mars sl. til að fá upplýsingar um hvort RÚV veitt fréttamanni atbeina til að stefna þeim sem gagnrýna fréttir stofnunarinnar.

Magnús Geir hefur enn ekki svarað. 

 

Sæll Magnús Geir og til hamingju með stöðu útvarpsstjóra,

í haust stefndi fréttamaður RÚV, Anna Kristín Pálsdóttir, mér fyrir blogg sl. sumar þar sem ég gagnrýndi frétt sem Anna Kristín flutti 16. júlí sl. um ESB-mál.

Lögmaður Önnu Kristínar er Kristján Þorbergsson, sem lengi hefur starfað fyrir RÚV. Bæði sú staðreynd og ummæli sem Anna Kristín lét falla benda til þess að stefna hennar sé studd beint eða óbeint af RÚV, þ.e. að fyrrverandi útvarpsstjóri og/eða framkvæmdastjóri fréttadeildar hafi haft milligöngum um stefnuna.

Af því tilefni langar mig að spyrja þig að tvennu:

a) veist þú til þess að yfirmenn RÚV hafi með einhverjum hætti skuldbundið stofnunina til að styðja við málssókn fréttamanns RÚV, Önnu Kristínar Pálsdóttur, gegn undirrituðum?

b) telur þú eðlilegt að fréttamenn RÚV stefni einstaklingum út í bæ sem gagnrýna fréttaflutning RÚV?

Frávísunarkröfu minni var hafnað og málflutningur fer fram í næsta mánuði. Mér þætti vænt um að fá svar frá þér innan ekki of langs tíma.

Í viðhengi sendi ég þér greinargerðina sem ég sendi héraðsdómi og hér að neðan er hlekkur á blogg þar sem helstu efnisatriði koma fram.

bestu kveðjur
páll

 


mbl.is Greiða ekki málskostnað Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ærandi þögn útvarpsstjóra er hans stóra skömm og sýnir einungis djúpa vanvirðingu hans við fyrirspyrjandann og einnig þjóðina sem hann á að þjóna !

Gunnlaugur I., 24.9.2014 kl. 20:58

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hélt reyndar að það væri í gildi lög í landinu sem hétu "upplýsinga lög" og þau skylduðu allar stofnanir hinns opinbera og forsvarsmenn þeirra til að svara innan tilskilins tíma, öllum framkomnum fyrirspurnum á heiðalegan og greinargóðan hátt ?

Ætli nýji útvarpsstjórinn telji sig geta hundsað þau lög á sama hátt og hann og aðrir starfsmenn stofnunarinnar hafa margsinnis brotið alvarlega gegn lögum um að RÚV gæti fyllsta hlutleysis og jafnræðis sjónarmiða um viðkvæm þjóðfélagsmál !

Gunnlaugur I., 24.9.2014 kl. 21:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Upplýsingalög ættu að ná yfir lið A. En það getur verið vafa undirorpið af því að spurningin er ekki nógu meitluð. Þarna er spurt hvort útvarpstjóri persónulega viti eitthvað í stað þess að spyrja hann sem útvarpstjóra hvort stofnunin hafi tekið þátt í þessu eða stutt með áþreifanlegum hætti.

Liður B. er peraónuleg spurning um afstæðan hlut. Hvort viðkomandi "finnist" eitthvað eðlilegt. Upplýsingalög geta ekki náð yfir það.

 ég legg til að fyrirspurnin verði send aftur og þá eilítið afdráttarlausari, þar sem vísað er til stofnunarinnar  sem viðkomandi stýrir en ekki til hans persónulega álits.

Hafði ríkisútvarpið afskipti eða milligöngu um málsóknina eða tók þátt í undirbúningi hennar eða framsetningu?

T.d. tekur ríkisútvarpið einhvern þátt í kostnaði við þessa málsókn? 

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2014 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband