Svona verða verðmætin þá til

„Fjármagn streymir nú á leyfturhraða [sic] á milli borga, landa og heimsálfa. Alþjóðleg fjármálaviðskipti, þar sem bankar og fjármálafyrirtæki þvert á öll landamæri kaupa og selja, sameina og taka yfir, lána og endurlána, fjármagna og endurfjármagna og þar fram eftir götum, aukast dag frá degi, enda einn helsti vaxtabroddur viðskiptalífs og aflvaki hagvaxtar í heiminum í dag."


mbl.is Straumur-Burðarás knúinn til að kanna möguleika á að fara til annars lands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

En ekki hvernig ?

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 01:28

2 identicon

Hérna um árið sagði einhver, að menn héldu að hagvöxturinn yrði til í skjalatösku á leiðinni niður Laugaveginn.....

Veröldin breitist og er þetta ekki bara komið á daginn....?

klakinn (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:53

3 identicon

Reyndar er hagvöxtur ekkert annað en mælieining á eyðslu.Elsta bragðið í bókinni, að lána peninga sem lítil sem engin raunveruleg verðmæti eru á bakvið með því að búa til tölu á reikning, rukka svo vexti af loftseðlunum og allir er hamingjusamir, þó að þeir séu drukknaðir í skuldum, já það bragð deyr seint og hefur verið stundað frá örófi alda. Reyndar voru menn brenndir á báli fyrir slík lánaviðskipti hér einusinni, en það er liðin tíð, sennilega hefur siðgæði mannskepnunnar einfaldlega hrakað síðan þá.

Spurning um að fara að mæta í bankann með loft í krukku til að borga skuldirnar, það er jú lítið annað sem stendur á bakvið þær hvort eð er... Sá sem seldi þér flatskjáinn fyrir peningana sem þú fékkst lánaða, hann féll bara fyrir sama trikkinu og þú.

heimir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 13:03

4 identicon

Páll hvar hefur þú verið? Þetta er löngu ljóst! Það er óþarfi að vinna fyrir auðnum, maður sækir hann bara hingað og þangað. Tekur tíma fyrir marga að læra þetta þar sem uppeldi flestra var svo gamaldags að kenna að "vinnan göfgi, græddur er geymdur eyrir...."

Nú ná menn sér í bréf, púrrar sjálfir upp gengið og kaupa svo aftur af sjálfum sér, vinum sínum eða fjölskyldu í öðru landi t.d. Svo vilja menn gera upp í gjaldmiðli sem tilheyrir öðrum seðlabanka en þeim sem þeir borga skatta í eða litla skatta í.

Þetta er skondið ekki satt?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Ólafur Als

Ég segi nú bara eins og Tómas hér að framan: En ekki hvernig?

Ólafur Als, 9.3.2007 kl. 14:48

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, það dálítið magnað hve lengi hefur verið hægt að fjárfesta peninga í peningum einum saman, hvort sem þeir eru raunverulegir eða ekki, án þess að nokkuð sé framleitt af einu eða neinu til að skapa peninga, sem síðan er hægt að braska með.   

Halldór Egill Guðnason, 9.3.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband