Klám, ál og vinstri grænir

Þreyta er vaxandi í samfélaginu gagnvart neysluhyggju, óráðssíu og óábyrgu frjálslyndi. Þreytan beinist gegn hlutavæðingu náttúrunnar, mannsins og samfélagsins. Hlutavæðingin birtist í þrengri merkingu margbreytilegra fyrirbæra. Náttúran verður uppistöðulón, konan kyntákn og samfélagið atvinnulíf.

Andófið gegn hlutavæðingunni er mælanlegt í fylgi vinstri grænna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

kjarni málsins

Sylvía , 10.3.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta er kórrétt og ábyggilega stæðsta ástæðan fyrir gífurlegri fylgisaukningu VG í skoðanakönnunum. Samfylkingin virðist ekki taka þetta fylgi til sín og stæðsta ástæðan er held ég að þeir virðast ekki vera með staðfastar skoðanir á þessum hlutum og eru alltof mikið að reyna fara beggja bil. Í þeirri viðleitni að reyna þóknast öllum skoðunum birtist flokkurinn sem skoðanalaus. Þetta er að bitna á fylgi þeirra í skoðanakönnuðum.

Eflaust er margt samfylkingarfólk mér ósammála og finnst þeirra flokkur vera með miklar hugsjónir og ég efast ekki um að svo sé, en það kemur ekki nógu vel fram í þjóðfélagsumræðunni og það er að birtast í fylgistapi í skoðannakönnunum.

Ég held að eina leiðin fyrir samfylkinguna sé að hætta vera með hausnum í sandinum og reyna að átta sig á hvað þeir vilja vera. Róttækur umbótaflokkur eða jó jó sem reynir að fylgja eftir straumum þjóðfélagsins eftir því hvernig vindar blása.

Sjálfur tel ég mig vera hófsamann miðjumann sem vill setja náttúruna og mannauð í forgang og tel þjóðina vera að snúast meir og meir í þá áttina. En ég er í dag í stóra stjórnmálaflokknum sem heitir óáhveðnir.

Kristján Kristjánsson, 10.3.2007 kl. 12:48

3 Smámynd: Púkinn

Það er sennilega nokkuð til í þessu.  Púkinn er sjálfur orðinn þreyttur, en eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum á hann samt ekki fulla samleið með VG.  Púkinn biður nú og fylgist með því hvað Margréti og Ómari takist að gera.

Púkinn, 10.3.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: TómasHa

Þetta er svona not in my back yard sindrome, menn eru tilbúnir á að aðri passi nátturuna, en keyra svo sjálfir um á sömu stóru bílunum og keyra jafnmikið,  nota jafn mikið rafmagn, sömu þvottaefni eða eru alveg jafnmikli umhverfissóðar og við hin.

TómasHa, 10.3.2007 kl. 14:26

5 identicon

Ísland er að ganga í gegnum nákvæmlegu sömu hagvaxtarvaxtaverki og Írland gerði fyrir 3 árum síðan.

Hagvöxturinn svo mikill yfir svo langan tíma að öll þau mál sem engin hafði tíma fyrir áður - fljóta núna uppá yfirborðið.

Ef áframhald verður á þessari fjárhagslegu velgengni þá má búast við því að helstu stefnumál næstu kosninga verði að minnka garðslátt og túnþekju (svo komandi kynslóðir megi sjá grasið eins og það var) og auka brautargengi öryrkja í stjórnum fyrirtækja.

Kalli (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband