Marx, múslímar og pólitík

,,Kjarninn í veraldlegri rýni á trúarbrögð", skrifaði Karl Marx um miðja 19. öld, ,,er að maðurinn býr til trú en trúarbrögð ekki manninn." Setningin er úr kaflanum þar sem Marx talar um trúarbrögð sem ópíum fólksins, sjá enska þýðingu hér.

Marx er meginhöfundur þeirrar hugmyndafræði sem var á 20.öld valkostur við vestræn stjórnmál - kommúnisma - sem var trúlaus í þeirri merkingu að vísa ekki í það yfirskilvitlega sem réttlætingu fyrir veraldlegri pólitík.

Á líftíma Marx var trúin tekin út fyrir sviga í vestrænum stjórnmálum. Í pólitík eimdi af trú en hún var ekki miðlæg líkt og á miðöldum og fyrir frönsku byltinguna.

Vestrænn aðskilnaður milli trúar og stjórnmála er múslímum framandi. Í vestrænum stjórnmálum eru mannréttindi hafin yfir trú og styðjast við veraldleg lög, saman mannréttindayfirlýsingu SÞ. Múslímar telja vestræn mannréttindi víkja of langt frá kenningum spámannsins og bjuggu til mannréttindaskrá, kölluð Kaíro-yfirlýsingin, þar sem konur eru settar skör lægra en karlar. Trú múslíma er pólitísk með því að samtök múslímaríkja hræra saman trúarboðskap og lögum sem væri óhugsandi á Vesturlöndum, en þótti góð latína fram að frönsku byltingunni.

Hryðjuverk al-Kaída séu ekki unnin með velvilja og stuðningi meirihluta múslíma. Á hinn bóginn eiga samtök trúarhryðjuverka mjög upp á pallborðið meðal múslíma. Miðaldafyrirbæri eins og ,,heilagt stríð" er hluti af trúarpólitískri orðræðu múslíma. Spiegel segir frá því að múslímar í Tyrklandi skrái sig í hrönnum í heilagt stríð til að setja saman kalífadæmi þar sem nú er Sýrland og Írak.

Múslímatrú og vestræn stjórnmál eiga ekki samleið. Af því leiðir á ekki undir nokkrum kringumstæðum að veita múslímum nokkra fyrirgreiðslu í nafni trúarsannfæringar þeirra. Múslímar eru ekki hluti af vestrænni menningu og geta því ekki gert tilkall til sambærilegrar fyrirgreiðslu og kristni, sem er hluti af menningu okkar og sögu.

 


mbl.is Hugðist ráðast á ferðamannastaði í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Reyndar ekki alveg framandi. Mörg lönd sem eru "múslimsk" eru með lagaumhverfi sem byggist á vestrænum lögum. Þar er aðskilnaður milli trúar og stjórnmála rétt eins á vesturlöndum.

Jósef Smári Ásmundsson, 10.7.2014 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband