Evran er gölluð vara

Án sameiginlegs ríkisvalds, nokkurs konar Stór-Evrópu, verður evrunni ekki bjargað, segir At­hanasi­os Orp­hani­des, fyrr­ver­andi banka­stjóri Seðlabanka Kýp­ur, og endurómar ríkjandi viðhorf um hvað þurfi til að lagfæra hönnunargalla evrunnar.

Á hinn bóginn er engin samstaða um það meðal evru-ríkjanna 18 og enn síður meðal ESB-ríkjanna 28 hvernig eigi að bæta úr göllum evrunnar. Aukið fullveldisframsal er bannorð í Bretlandi, sem líklega er á leiðinni út úr ESB, og í Frakklandi vex þeim fiskur um hrygg sem neita að framselja vald til Brussel.

Á meðan fullkomin óvissa er um framtíð evrunnar er fullkomlega óábyrgt að tala fyrir aðild Íslands að evru-svæðinu.


mbl.is Yrðu mistök að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn halda ástríðu,aðildarsinnar Esb áfram að tuða og lofa ofurvaldið sem þeir þrá að komast í. Við fullveldissinnar,höfum ekki til einskis hrists í gegnum óveðursskýin öll þau ár frá hruni,þegar við eygjum lygnan sjó framundan..

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2014 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband