Ekki áfengi í dagvöruverslunina

Ísland er með skynsama áfengisstefnu með því að bjór, vín og sterkir drykkir eru aðeins seldir í ríkiseinkasölu. Þetta fyrirkomulag virkar, bæði í þéttbýli, þar sem eru sérstakar áfengisverslanir, og í dreifbýli þar sem útsölustaðir eru afmarkaðir í sérvöruverslunum.

Áfengisstefna er fyrst og fremst lýðheilsumál en ekki spurning um verslunarhætti. Algert óráð væri að gera íslensk heilbrigðismál að verslunarvöru gagnvart kaupsýslumönnum, hvort heldur innlendum eða erlendum.

Breytum ekki fyrirkomulagi í lýðheilsu sem reynslan sýnir að virkar.


mbl.is Tal um undanþágur Costco á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er svo sem tilgangslaust að beina spurningum til pistlahöfundar, en hver er munurinn á að selja áfengi í afmörkuðu horni almennri verslun úti á landi eða í dagvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu? Sé engin skynsamleg rök fyrir því að halda í einkasölu ríkis á áfengi. Það kemur að því að þetta verður afnumið, því fyrr því betra, alveg eins og þegar sala bjórs var leyfð í ríkinu á sínum tíma, sem þótti stórhættulegt fyrirbæri og yrði bara til vandræða.

Íslensk heilbrigðismál eru verslunarvara hvort sem pistlahöfundi líkar betur eða verr, og einskorðast ekki við áfengissölu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.7.2014 kl. 16:46

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég sé ekki ástæðu til þess að ríkið hafi einkarétt á neinu. Það kann ekkert með neitt að fara, og sýnir það við hvert tækifæri.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2014 kl. 19:54

3 Smámynd: Elle_

Það er steinaldarlegur óþarfi að íslenska ríkið hafi neitt í einkasölu.  Það kemur ekki lýðheilsu við.

Elle_, 3.7.2014 kl. 22:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er viðurkennd staðreynd í meðferðarstarfi og í rannsóknum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar  að bætt aðgengi og þar með áreiti á veiklundaða eykur áfengisdrykkju. Fróðlegt er að lesa um áfengissýki Eric Claptons, sem gladdi okkur með félögum sínum í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann glímdi við heróínfíkn um svipað leyti og Jimi Hendrix, sem drap sig en Clapton slapp naumlega og sneri sér að áfenginu, af því að það var leyft og hann hélt að það væri miklu hættuminna.

Hann var næstum búinn að drepa sig á víninu og lýsti því síðar átakanlega að svo yfirgengileg var áfengisfíknin, að enda þótt hún væri að drepa hann og hann væri á barmi sjálfsmorðs, gat hann ekki hugsað sér að drekka sig í hel, af því að þá gæti hann ekki drukkið meira.  

Ómar Ragnarsson, 3.7.2014 kl. 22:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nú síðast í morgun hringdi í mig maður sem grátbað mig með drafandi röddu að fara fyrir sig í Ríkið til að kaupa flösku fyrir sig. Hann hefði líklega verið búinn að krækja í hana ef hún hefði fengist í næstu búð eða sjoppu.

Ómar Ragnarsson, 3.7.2014 kl. 22:50

6 Smámynd: Sólbjörg

Ekki spurning að það er mikill forvörn að hafa bann við áfengissölu í matvöruverslunum. Nærtækt dæmi er íslendingur nýflutt heim sem segist verða að hætta dagdrykkjunni því það sé svo mikið mál að þurfa að fara í strætó á daginn í ÁTVR og heim aftur með áfengið að það sé ekki hægt að standa í þessu. Erlendis fór viðkomandi bara fyrir hornið í matvörubúðina sína sem var opin alla daga vikunnar og öll kvöld, að auki var áfengið hræódýrt. Viðkomandi er illa farin áfengissjúklingur í dag.

Sólbjörg, 4.7.2014 kl. 00:55

7 Smámynd: Elle_

Það er ólíðandi forsjárhyggjupólitík í landinu og fólki ekki ætlað að vera fullorðið og þroskað.  Það er líka áberandi óþroski í landinu þar sem valtað er yfir alla og nánast keyrt yfir gangandi fólk á gangbrautum og gangstéttum.  Við skulum vera leidd eins og vanvitar, og af kannski miklu óþroskaðra fólki, stjórnmálamönnum góðum og slæmum.  Það er stórmerkilegt að við skulum geta vera foreldrar.

Elle_, 4.7.2014 kl. 00:59

8 Smámynd: Elle_

verið foreldrar.

Elle_, 4.7.2014 kl. 01:02

9 Smámynd: Sólbjörg

Forsjárhyggjan varðandi áfengi í matvörubúðum nær fyrst og fremst til að hefta aðgengi unglinga sem samkv. löggjafanum eru ennþá börn, þannig hef ég skilið umræðuna oftast útfrá reynslu annarra landa. Því við verðum að vera ábyrg sem foreldrar gagnvart börnunum okkar og neita okkur sjálfum um óheft aðgengi að áfengi. Áfengissjúklingar geta ekki verið foreldrar það er ekkert stórmerkilegt við það þó þú Elle hafir ekki átt við þá merkingu sem ég set fram hér. Það þarf að finna rétta milliveginn svo frelsið verði okkur öllum fullorðunum og börnum ekki til meiri ógæfu en þægindin sem frelsinu er ætlað að vera.

Sólbjörg, 4.7.2014 kl. 01:57

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríiseinkasala er til að hefta aðgengi unglinga að brennivíni.

Hmm...

Fáir unglingar drekka drekka meira en íslenskir, ef nokkrir.

Ég er ekki viss um að einkasalan virki.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2014 kl. 02:02

11 Smámynd: Elle_

Forsjárhyggjupólitíkin virkar alveg öfugt.  Þið sem viljið það mættuð skoða: Why Do Icelanders Drink Like College Freshmen?

Elle_, 4.7.2014 kl. 02:13

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt ber að sama brunni, bönnum er ætlað að leysa vanda og að aflétta bönnum í sama skini verkar eins=Jafna. -- Vér hinir eldri hlógum að bönnum 17 og súrkál; Bannað að auglýsa dansleiki/böll =útkoman auglýst var “skemmtun” Bannað að hafa svo kallaðar sjóppur opnar,þannig að krakkar hengju ekki í þeim,þau norpuðu þá í kuldanum,eða í stigagöngum fjölbýlishúsa. - - Börn undir 12 ára mega ekki vera úti eftir 12,pm, (skáldaðar tölur V/minnisleysis),ósjaldan uppgötvað að oftast var það þverbrotið. - Aldrei var gert ráð fyrir að foreldrar hefðu það á valdi sínu að aga börnin sín. -Mér finnst þetta allt ganga svo vel í dag,veit að kennd er námsgrein sem heitir lífsleikni og skilar unglingunum örugglega meiru en mannkynssaga.

Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2014 kl. 09:34

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skýring á sjoppulokun,viðskiptin urðu að fara fram gegnum lúgu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.7.2014 kl. 09:42

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef við ætluðum að láta veiklundaða einstaklinga móta allt okkar samfélag yrðu ofstækisfull boð og bönn og höft ráðandi í okkar daglega lífi. Nóg er nú fyrir.

Til að mynda erum við minnt reglulega á að hraði drepur. Eigum við þá að setja hraðatakmarkara í alla bíla og allir keyra um allt á 40km hraða? Eða kannski hægar en það?

Við getum tekið þetta lengra og líka takmarkað aðgengi að gosdrykkjum og sælgæti vegna sykurneyslu unglinga. Sykurneysla er eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins.

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.7.2014 kl. 12:51

15 Smámynd: Elle_

Forsjárhyggjupólitíkusar hækka líka og hækka skatta á það sem þeir vilja ekki að við fáum okkur, sykur, Vodka etc.   Við getum ekki verið fullorðið fólk í friði og foreldrar eru víst óhæfir um að vera foreldrar.   Þetta er pínulítið eins og í ráðstjórnarríki. 

Elle_, 4.7.2014 kl. 15:39

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sólbjörg, samkvæmt sögunni sem þú segir þarf íslenskt drykkjufólk bara að losa sig við bílana sína og þá hættir það að drekka af því að það er svo mikið mál að taka strætó til og frá ÁTVR :)

Wilhelm Emilsson, 4.7.2014 kl. 18:10

17 Smámynd: Sólbjörg

Wilhem, það sem ég skrifaði er raunveruleg frásögn, síðan hvort viðkomandi hættir að drekka vegna aðgengis örðugleika er annað mál. Þetta var ein manneskja ef þú tókst ekki eftir því, ekkert um að þetta væri lausn á áfengisvandanum, það er þín fantasía og flöt einföldun. Í umræðum þurfa mörg sjónarmið og umræðufletir að fá að vera með.

Annað líka vert að ræða vítt og breitt er sælgætisvörur sem fljóta um allar hillur verslanna í dag. Sælgætisbarir opnir allan sólarhringinn, við orðin feitasta þjóð evrópu er einhver samtenging þarna á milli? Allavega er jákvætt að ræða öll þessi mál eins og önnur málefni og velta fyrir sér möguleikum og lausnum.

Sólbjörg, 4.7.2014 kl. 22:05

18 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sæl, Sólbjörg.

Ég er hjartanlega sammála þér að það er „jákvætt að ræða öll þessi mál eins og önnur málefni og velta fyrir sér möguleikum og lausnum". Það er gaman að spjalla um hluti, sérstaklega þegar allir eru ekki sammála.

Þú segir: „síðan hvort viðkomandi hættir að drekka vegna aðgengis örðugleika er annað mál". Ég skildi dæmið þannig að viðkomandi ætlaði sér að hætta að drekka, því þú skrifaðir: „Nærtækt dæmi er íslendingur nýflutt heim sem segist verða að hætta dagdrykkjunni því það sé svo mikið mál að þurfa að fara í strætó á daginn í ÁTVR og heim aftur með áfengið að það sé ekki hægt að standa í þessu."

Ef ég skil þig rétt ertu núna að segja að það sé alls ekki víst að viðkomandi hætti að drekka vegna aðgengisörðugleika.

Freistingarnar eru alls staðar og „syndin er lævís og lipur," þess vegna er farsælast, að mínu mati, að læra að hafa hemil á sér, en treysta ekki um of á að yfirvöld hafi vit fyrir manni.

Wilhelm Emilsson, 4.7.2014 kl. 23:05

19 Smámynd: Elle_

Næsta skrefið verður líklega að banna strætó. 

Elle_, 5.7.2014 kl. 01:13

20 Smámynd: Sólbjörg

Wilhelm, það sem áfengissjúklingur segist ætla að gera á morgun eða hinn daginn hefur hingað til ekki þótt ígildi traustra loforða eða efnda. Síst af öllu ef hann segist ætla eða lofar að hætta að drekka hvort sem það er af góðu eða illu.

Örugglega væri hægt að leggja veg til tunglsins með samanlögðum fullyrðingum alkanna um að þeir ætli eða verði að hætta að drekka.

Elle, samkvæmt langtímaspám mun síðari hluti júlí verða þokkalega sólríkur.

Sólbjörg, 5.7.2014 kl. 21:43

21 Smámynd: Reputo

Er Páll skyldur Sigrúnu Magnúsdóttur? Forræðishyggja og afturhald ofar öllu. Það versta er að verð á áfengi mun hækka ef það færist yfir í verslanir. ÁTVR leggur ekki nema ca. 10% á áfengið sem er eitthvað sem gráðugir verslunarmenn munu ekki selja hillupláss sitt á. Uppistaðan í áfengisverðinu er auðvitað hið brenglaða áfengisgjald, sem verður áfram til staðar þótt söluaðilinn verði annar en nú er. Ég spá því að verðið hækki um a.m.k. 30% við að færa þetta yfir í almennar verslanir.

Reputo, 5.7.2014 kl. 22:09

22 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilega athugasemd, Sólbjörg :)

Wilhelm Emilsson, 5.7.2014 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband