Nýr flokkur: ESB-sinnar deila innbyrðis

Nýtt hægriframboð tæki mest fylgi frá Samfylkingu og Bjartri framtíð, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Um þriðjungur kjósenda Samfylkingar gætu hugsað sér flokk Sveins Andra og Benedikts Jóhannessonar og tæp 30 prósent kjósenda Bjartar kysi kannski nýja ESB-flokkinn.

Aðeins um 15 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins gefa nýja flokknum sjens og enn minna hlutfall stuðningsmanna Framsóknarflokksins.

Meirihluti landsmanna vill ekki styðja væntanlegt framboð. Sá fimmtungur kjósenda sem gefur flokknum undir fótinn er mestur í hálfvelgjunni; um 14 prósent sögðu líklegt að þau styddu framboðið en aðeins rúm sex prósent að það væri mjög líklegt.

Niðurstaða: Sjálfstæðisflokknum stendur engin ógn af nýja ESB-framboðinu. Þvert á móti verður Sjálfstæðisflokkurinn öflugri þegar háværi sértrúarhópur Benedikts og félaga hverfur úr flokknum til að herja á fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki komin tími á að stefnur flokka og gjörðir alþingismanna samræmist stjórnarskrá og lög landsmanna. Ég á ekki að þurfa að skýra það nánar en samt fyrir suma lesendur þá er hegningalagabálkurinn sem meinar stefnur sem miðast af því að sameinast öðrum þjóðum þ.e að gangast undir lög annarra þjóða.

Valdimar Samúelsson, 22.4.2014 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband