Hrakfarir ESB-sinna: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn styrkir sig þótt samfylkingaröfl innan og utan flokksins reyni að sprengja upp móðurflokk íslenskra stjórnmála. Undir einarðri forystu Bjarna Benediktssonar í ESB-málinu sópar Sjálfstæðisflokkurinn að sér fylgi og er nú 29 prósent.

ESB-sinnar eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum varaformaður og Þorsteinn Pálsson fyrrum formaður gengu til liðs við Samfylkinguna og atyrtu Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin mælist með 14 prósent fylgi, litlu meira en í síðustu kosningum (12,9%).

Hrakfarir ESB-sinna eru staðfestar í þessari könnun. Um fjórðungur þjóðarinnar er með áhuga á ESB-aðild; Samfylking og Björt framtíð bítast um það fylgi.

Auminginn í jöfnunni, VG, sem hvorki er eitt né neitt í ESB-umræðunni, fær minni stuðning núna en í kosningunum fyrir tæpu ári.


mbl.is 40,9% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur bara ekki orðið nein marktæk breyting á fylgi stjórnarflokkanna miðað við síðustu könnun og Sjálfstæðsflokkurinn stendur í stað frá í janúar. Framsókn hefur lækkað örlítið frá janúarkönnun.

Neðir 95% vikmörk á fylgi Samfylkingar er 11,9%. Hún er ekki að bæta marktækt við sig frá í kosningum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.3.2014 kl. 12:52

2 Smámynd: rhansen

Mesti móðurinn fer að renna af fólki sem fer að skilja plottið og platið  og ser eftir að hafa stutt við ruglið ...Orð  Þorgerðar Katrinar  og Þorsteins og fl innann Sjálfstæðisfl ...dæma sig sjálf  ....það er ekki rikisstjórnin ,heldur tapsárir einstaklingar !!

rhansen, 3.3.2014 kl. 15:59

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Björt Framtíð mælist næststærstur og sá flokkur vill ganga í ESB ásamt XS.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2014 kl. 17:13

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Í Mbl greininni stendur: "Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 29,0%, borið saman við 29,7% í könnun frá miðjum febrúar og 26,3% frá í janúar." Köllum við þetta að flokkurinn "sópi að sér fylgi" eins og Páll tekur til orða? Flokkurinn er með 0.7 minna fylgi en í síðustu könnun.

Wilhelm Emilsson, 4.3.2014 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband