Eineltispólitík vinstrimanna - Þorsteinn gaf skotleyfi

Í síðustu viku stóðu vinstrimenn fyrir aðför að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í framhaldi af viðtali hans við Gísla Martein á RÚV. Þá hét það í málflutningi vinstrimanna að Sigmundur Davíð væri óalandi og óferjandi. Varaformaður VG gekk svo langt að bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á nýja stjórn.

Áður en Sigmundur Davíð lenti í sóðaskap vinstrimanna hafði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra verið tekin fyrir í tvær vikur. En núna er það sem sagt Bjarni Benediktsson fjármálaráherra sem fær að kenna á einelti vinstrimanna. 

Bjarni er tekinn fyrir vegna þess að hann framfylgir margyfirlýstri stefnu Sjálfstæðisflokksins að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Í landsfundarályktun flokksins segir

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bjarni efnir yfirlýsta stefnu flokksins með því að standa að þingsályktun utanríkisráðherra um að aðildarviðræðum verði hætt og þráðurinn ekki tekinn upp að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vinstrimönnum er tamt að stunda pólitískt einelti og þurfa ekki hvatningu. Þeir fara þó hamförum núna vegna þess að fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, gaf skotleyfi á Bjarna Ben.


mbl.is Utanríkisráðherra talaði um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Páll

Það er sorglegt að horfa uppá aðfarir þessara afla sem kenna sig við stjórnmál.  Hversu langt geta menn gengið í aðförum sínum að fólki sem er að vinna vinnuna sína í samræmi við það sem áður hefur verið ákveðið og það kosið til að sinna.  Nei ESB sinnar og aðrir Samfylkingar snúa öllu á hvolf þessa dagana í von um að þjóðin snúist á sveif með þeim.  Blekkingar virðast vera þeirra aðalsmerki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.2.2014 kl. 09:40

2 Smámynd: Elle_

Hvað er málið með blekkingar samfylkinga?  Þau hafa ekki neinn sterkari grunn fyrir nokkrum málum en blekkingar og staðlausa stafi.  Voru þau lærlingar Jóhönnu og Össurar?  Það er ekki skrýtið að þessi sorglegi flokkur hafi næstum horfið af jörðinni.

Elle_, 25.2.2014 kl. 11:09

3 Smámynd: Elle_

En Benedikt og Jóhannes mundu stækka flokkinn pínulítið.  Það munar um minna en blekkingar og söguskrif þeirra 2ja.  Væntanlega þora þeir ekki úr Sjálfstæðisflokknum af ótta við að hverfa líka af yfirborðinu.

Elle_, 25.2.2014 kl. 11:30

4 Smámynd: Elle_

Þarna átti ekki að standa Jóhannes, heldur Þorsteinn.

Elle_, 25.2.2014 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband