BÍ svívirðir Vigdísi og tjáningarfrelsið

Tjáningarfrelsið er fyrir allar skoðanir, ekki aðeins þær sem Blaðamannafélag Íslands samþykkir fyrir hönd hagsmuna félagsmanna sinna sem lifa á auglýsingafé.

Vigdís Hauksdóttir er í fullum rétti að hvetja til þess að auglýsendur beini fjármunum sínum þangað sem þeir fá annað og meira en kvenfyrirlitningu fyrir peningana sína. 

Tjáningarfrelsið er ekki í þágu auglýsenda eða fjölmiðla heldur einstaklingsins og almannahags.

Blaðamannafélag Íslands er orðið að ómerkilegri sjoppu sérhagsmuna með þessari makalausu fordæmingu á tjáningarfrelsinu.


mbl.is Vigdís vó að tjáningarfrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og síðan hvenær var það skylda að virða annarra skoðanir?  Það er bara fólk með skoðanir sem ekki er hægt að virða.  Þeir ættu ekki að setja fólk í svona kassa.

Elle_, 27.2.2014 kl. 21:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að Vigdís se svona Silvíu Nótt gigg, sem menn fatta bara ekki. Allavega er ég að vona það.

Ef ekki, þá vona ég að Sigmundur taki hana til bæna yfir helgina. Við höfum ekki efni á að hafa svona hlandfroðu í ríkistjórn á þessum viðkvæmu timum. Hugsa sér...hennar bíður jafnvel að verða ráðherra!

Sara Palin sem forseti bandarikjanna er hjóm eitt í samanburði.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2014 kl. 23:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og til að skemmta ykkur og sýna að máske er ekki alslæmt hér, þá er hér myndband af leiðtoga og þingmanni evrópusinna í Úkraínu íðka samræðustjornmál sín í Úkraínsku dómshúsi.

http://youtu.be/mlKEF5uoU_I

Þar eru nationalistar eða öfga þjóðernissinnar sem leiða kröfu um innlimun í sambandið. Alvöru nationalistar með gyðingahatur og Hitlersdýrkun á vörum.

Evrópu sambandið er nú í ekki svo þöglu stríði við rússa, svo það er við það að sjóða uppúr.

Friðarbandalagið sjálft.

Hann er skrýtinn þessi heimur.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 00:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja hérna,réttast að það rataði á púltið hjá Samfó,en hrædd er ég um að þeir finndu ráð til að réttlæta það. Nú skal kíkja á friðarbandalags,yfirrgang. Takk fyrir Jón Steinar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 02:20

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú misskilur þetta Jón Steinar. Vigdís er fulltrúi hins sauðsvarta almennings. Ekki mjög vel lesin, fljótfær, dómhörð og sést ekki fyrir. Tökum henni bara eins og hún er. Hún er í það minnsta ekki lygin, undirförul og langrækin eins og andstæðingar hennar margir sem dæma hana hvað harðast.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.2.2014 kl. 05:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jóhannes, er ekki svolítið yfirlætislegt að ætla að "hinn sauðsvarti almenningur" sé yfir línuna óuppdreginn skríll, ólesinn og dómharður sem nær ekki að hræra hugsun í höfði áður en talað er.

Þetta á vissulega við um Vigdísi, en ég hafna því að hún sé einhverskonar prótótýpískur Íslendingur utan og handan við einhverja óskilgreinda og upplýsta elítu.

Þetta er ekki háð, stétt stöðu né menntun heldur vil ég meina að hér sé góður mælikvarði á greind á ferðinni. Vigdís er einfaldlega ekki vel innréttuð þeim kosti. Með greind, þá á ég við þá grunnskilgreiningu að geta greint aðstæður og samhengi og lagt saman tvo og tvo svona skammarlaust eftir aðstæðum.

Vigdís, og raunar fleiri mismætir fulltrúar á alþingi falla raunar inn í þennan ramma, en Vigdís slær öllu við.

Hún er það sem kallast loose canon. Fallbyssa sem rúllar ótjóðruð um dekkið og brýtur og kremur allt sem á vegi hennar verður þar til á endanum hún sekkur dallinum, svona svo við undirstrikum myndræna merkingu frasans.

Enginn flokkur á skilið slíkann liðsmann.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 12:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vigdís er ein af þeim blessunarlega fágætu manneskjum sem aldrei vita hvað þær ætla að segja fyrr en þær eru búnar að segja það og verða jafnvel jafn hissa og allir aðrir þegar þær heyra sjálfa sig segja það.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 12:20

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég var líka að tala um greind hennar, Jón.   Og það er fullt af fólki sem talar eins og hún og finnst það allt í lagi.  Hún er fulltrúi þess fólks á þingi.  Og þingið á að spegla mannflóruna sem hér lifir, ekki satt?  Ekki viljum við að ESB elítan ráði hér öllu..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.2.2014 kl. 19:20

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er til of mikils mælst að hún hafi staðreyndirnar sínar í lagi? Að hún opni bok eða gúgli annað slagið áður en hún opnar á sér túllann?

Þetta er ekki að hjálpa umbjóðendum hennar allavega, þótt hugsanleg sé hún fulltrúi greindarskertra á þingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 21:38

10 Smámynd: Elle_

Jón Steinar, ég met Vigdísi mikils.  Hinsvegar hryllir mig við stjórnmálakonum í Samfó og VG yfir höfuð.  Vigdís er föst fyrir og traust, gegn Brusselruglinu og ICESAVE og almennt með stjórnmálaskoðanir sem ég styð.

Elle_, 28.2.2014 kl. 22:33

11 Smámynd: Elle_

Það er mat fjölda fólks að Vigdís hafi lengi verið lögð í einelti og ég er ekki hissa.  Þarna er gamalt dæmi frá 2011 og af RUV-umræðustjóra ríkisins: Framsóknarkonur segja Egil leggja Vigdísi í einelti.

Elle_, 1.3.2014 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband