Uppgjöf ESB-sinna á Austurvelli

Á vefmyndavélum sést glöggt að fáir nenna að hlýða kalli formanns Samfylkingarinnar um liðssöfnun. Fáein hundruð mæta á Austurvöll að styðja eina ESB-flokk landsins, sem fékk 12,9 prósent fylgi í síðustu kosningum.

Samfylkingardeild sjálfstæðismanna gafst upp í morgun, með leiðara Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu þar sem hann treysti sér ekki til að stofna ESB-flokk með þeim fáeinu tugum sjálfstæðismanna sem vilja segja okkur til sveitar hjá Brussel.

ESB-sinnar ættu núna að vinna heimavinnuna sína, sem þeir gerðu ekki áður en umsóknin var send umboðslaus sumarið 2009, og taka þátt í málefnalegri umræðu um Evrópumál en láta af pólitískum skæruhernaði.


mbl.is Árni Páll boðar liðssöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Reyndar eru stuðningsmenn fyrir inngöngu í öllum flokkum svo að ef að þeir myndu leggjast á eitt ætti að nást uppí það sem lagt var út með að ætti að vera réttlátt viðmið fyrir þjóðaratkvæði, nefnilega um 20% atkvæðabærra manna.

Óskar Guðmundsson, 27.2.2014 kl. 18:25

2 Smámynd: Sandy

Þetta eru nú meiri lætin út af ESB. Ég er að furða mig á af hverju vinstri flokkarnir eru svona reiðir og þá sérstaklega Katrín Júl, engu er líkara en hún hafi verulegra persónuhagsmuna að gæta með inngöngu í ESB, en svo mikið veit ég að ég og margir fleiri í minni stöðu munum ekki hafa það betra ef marka má þær upplýsingar sem ég hef utan úr Evrópu, þar eru eldriborgarar og öryrkjar að mestu gleymdir meira að segja í Þýskalandi, og illa megum við, við því.

Ég er þeirrar skoðunar að Samfylkingarfólk á þingi ætti að sjá sóma sinn í að berjast fyrir að fá fram leiðréttingu á þeirri skerðingu sem þeir stóðu að  og átti bara að gilda í tvö ár en er enn við lýði í stað þess að berjast fyrir inngöngu í ESB.

Sandy, 27.2.2014 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband