Árás Þorsteins Pálssonar á Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Pálsson kallar það svik að Sjálfstæðisflokkurinn framfylgi margsamþykktri stefnu um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins og hætta aðildarviðræðum á grunni ESB-umsóknar Samfylkingar.

Samherji Þorsteins í Sjálfstæðisflokknum til margra ára, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, vekur athygli á því að málflutningur þessa fyrrum formanns flokksins er í öllum meginatriðum samhljóða orðræðu vinstrimanna í Samfylkingunni.

Er ekki rétt að Þorsteinn íhugi sína stöðu í Sjálfstæðisflokknum?

 


mbl.is Ákveðið að slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn Pálsson hefur talað og skrifað gegn landsfundar- samþykktum Sjálfstæðisflokksins í langan tíma og er sannarlega ekki fulltrúi meginþorra flokksins, sbr. skoðanakannanir um ESB- aðild. Skrif hans í Fréttablaðið er engin tilviljun.

Það hefði verið svik við flokkinn að slíta ekki viðræðunum, nógu afdráttarlaus var niðurstaða Landsfundar.

Ívar Pálsson, 22.2.2014 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

ALLAR ESB-fréttir Rúv kl. 12.20 í dag voru um andstöðu ýmissa meintra valdaaðila gegn samþykkt þingflokka Sjálfsæðisfl. og Framsóknarfl. í gær: tíunduð andstaða Viðskiptaráðs, SI og SA, rætt við Guðmund Steingrímsson í "Bjartri" framtíð (og hafði ekki við að bölsótast) og Árna Pál, sem fór með lygar, og loks tíunduð ofurmæli Þorsteins Pálssonar. EKKERT Í HINA ÁTTINA! Dæmigerð Rúv-"fréttamennska"!

Páll, þú ættir að rita um þetta, eins oft og þú hefur nú sneitt með réttmætum hætti að hlutdrægum Rúvurum.

Og Þorsteinn talaði um "ein stærstu svik í íslenzkum stjórnmálum," þ.e. af hálfu Sjálfstæðisflokksins, sem þó hafði afar skýra stefnu í þessu máli á síðasta landsfundi: að aðildarviðræðum verði HÆTT.* Lausmælgi Bjarna Ben. fyrir kosningarnar var EKKI bindandi fyrir æðstu valdastofnanir flokksins og EKKI í umboði landsfundar, nema síður væri. Vilji menn tala um "svik" hér, þurfa menn að líta til óhlýðni Bjarna við landsfund bæði sl. vor og í kaldrifjaðri Icesave-stefnu formannsins þvert gegn flokksvilja.

Og með margt annað fleipur fór Þorsteinn þarna í Vikulokunum hjá ESB-sinnanum Hallgrími Thorsteinsson, sagði m.a.: "Umræðunni síðastliðið ár hefur bara verið haldið uppi af þeim sem eru á móti [Evrópusambandinu]," þvílík þvæla! Og hefur hann t.d. svona lítið álit á eigin linnulausa ESB-áróðri á mest áberandi stað vikulega í ESB-Fréttablaði ESB-sinnans Jóns Ásgeirs eða konu hans?!

* Skýrara gat það ekki orðið um stefnu landsfundar. Sjá hér þessa merku grein í Mbl. í fyrradag eftir Sigríði Ásthildi Andersen:

Landsfundur talaði skýrt

Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Evrópusambandsins er ákaflega skýr. Hana mótaði síðasti landsfundur, æðsta vald í málefnum flokksins. Í fyrsta lagi er stefna Sjálfstæðisflokksins sú að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið. Í öðru lagi, og það er mjög mikilvægt, tók landsfundur þá skýru ákvörðun að Sjálfstæðisflokkurinn vill að aðildarviðræðum verði hætt. Þótt slík stefna liggi auðvitað í augum uppi, fyrst flokkurinn vill að Ísland standi utan Evrópusambandsins, var mjög mikilvægt að landsfundur kvæði skýrt á um að aðildarviðræðum yrði hætt.

Landsfundur sagði meira

En landsfundur sagði ekki aðeins að aðildarviðræðum yrði hætt. Fundurinn gerði fleira og það skiptir einnig verulegu máli. Það var nefnilega lagt til, í upphaflegum drögum að ályktun, að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði sú að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðunum. Því hafnaði landsfundurinn. Landsfundur beinlínis hafnaði þeirri tillögu að gert yrði hlé á viðræðunum og ákvað að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þvert á móti sú að viðræðunum skyldi slitið. Það var í þessu samhengi sem fundurinn bætti því við að slíkar viðræður, sem þá skyldi búið að slíta, skyldu aldrei hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var varnagli. Þannig er stefna flokksins auðvitað ekki sú að efnt skuli til atkvæðagreiðslu núna, um það hvort aðlögunarviðræðunum verði haldið áfram. Landsfundur, æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið. Viðræðunum skal einfaldlega slitið. Og að því búnu skal það tryggt að aldrei verði farið aftur í slíkar viðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta var allt skýrt

Til að ekkert færi milli mála var forysta flokksins sérstaklega spurð á landsfundinum um skilning sinn á þessu skýra atriði, áður en greidd voru atkvæði um ályktunina. Formaður flokksins svaraði fyrirspurninni á fundinum og skildi ályktunina auðvitað eins og blasir við að skilja hana, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til atkvæðagreiðslu um „framhald viðræðna“, enda væri landsfundurinn að ákveða að stefna flokksins væri sú að ekki yrði gert neitt hlé á viðræðum, heldur skyldi þeim slitið. Formaðurinn bætti við að slík kosning kæmi svo ekki til greina, nema flokkar, sem hefðu skýra stefnu um að ganga í Evrópusambandið, fengju meirihluta í þingkosningum. Í síðustu þingkosningum urðu úrslit svo þau að þeir tveir flokkar sem áhuga hafa á inngöngu í Evrópusambandið fengu rúmlega 20% fylgi.

Málið liggur ljóst fyrir

Allt ber að sama brunni. Mikill meirihluti lýðræðislega kjörinna alþingismanna vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill það. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, æðsta vald í málefnum flokksins, hefur markað þá skýru stefnu að flokkurinn vilji ekki „hlé“ á viðræðum heldur að þeim sé slitið og að eftir slík slit megi ekki fara af stað í nýjar viðræður án leyfis þjóðarinnar. Þeir flokkar, sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið, fengu rúm 20% atkvæða í síðustu þingkosningum. Við þessar aðstæður blasir við að alþingi á að gera það eina rétta og afturkalla inngöngubeiðni Íslands í Evrópusambandið. Það þurfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu til að senda þá inngöngubeiðni og það þarf auðvitað enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að afturkalla hana, allra síst við núverandi aðstæður. Alþingi vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið og við þær aðstæður er fráleitt að Ísland haldi áfram að vera umsóknarríki að Evrópusambandinu. Þetta skilja allir nema áköfustu Evrópusambandssinnar landsins." (Tilvitnun lýkur.)

Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 13:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigríður er lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og málflutningur Rúvara í dag er líka "í öllum meginatriðum samhljóða orðræðu vinstrimanna í Samfylkingunni," eins og við var að búast!

Bylgjan (eign 365 fjölmiðla) var líka með afar áróðurslitaðar "fréttir" um ESB-mál kl. 12 í dag, snúið út úr orðum utanríkisráðherra, Katrín Júl. látin mala og Eiríkur Bergmann Einarsson fenginn til að viðra sínar ódulbúnu hótanir.

Þetta fólk allt og "fréttamenn" mega ekki vatni halda yfir frábærri ákvörðun þingflokkanna tveggja í gær.

Svo greiða eflaust fleiri atkvæði með þingsályktunartillögunni, t.d. hefur Ögmundur Jónasson gefið það sterklega til kynna.

Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 13:37

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hahaha. Andsinnar með allt lóbeint á hælana. Sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.2.2014 kl. 14:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Alveg eins og Már á ekki að vera æviráðinn seðlabankastjóri, á ESB-sinninn Hallgrímur Thorsteinsson ekki að vera æviráðinn stjórnandi Vikulokanna í "útvarpi allra landsmanna"!

Jón Valur Jensson, 22.2.2014 kl. 14:41

7 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Ég er reyndar sammála ykkur því að landsfundarályktunin var skýr hjá Sjálfstæðisflokknum að hætta viðræðunum, og (það sem mér koma á óvart) skýrari en t.d. hjá Framsókn. Ég hélt reyndar að þetta hefði verið einhver fylleríshelgi þar sem þetta var samþykkt ásamt einhverjum afgangsmálum, en niðurstaðan er þessi núna. Óttast reyndar að ESB-draugurinn eigi áfram eftir að fylgja flokknum eins og þeir draugar sem enn eru til staðar. Bíð spenntur eftir hvað verður kosningamálið 2017

Gunnar Sigfússon, 22.2.2014 kl. 19:09

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Stalín er ekki hér, eins og þú bentir réttilega á fyrir stuttu, Páll.

Það er dæmi um lýðræði og frelsi innan flokks að félagsmenn gagnrýni það þegar þeim finnst forystan hafa brugðist. Þorsteinn Pálsson er auk þess ekki bara einhver maður úti í bæ. Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverand forsætisráðherra Íslands. Væri ekki ráð að hlusta á það sem hann hefur að segja? Hefur hann eitthvað til síns máls? Lítum á staðreyndir.

Eftirfarandi stóð í kynningarefni Sjálfstæðisflokksins:

„Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram”

En þetta stendur þar ekki lengur. Það er til skjámynd af þessu fyrir þá sem trúa þessu ekki.

Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að neyta.

Wilhelm Emilsson, 23.2.2014 kl. 01:22

9 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Wilhelm, þú ert væntanlega að tala um upphaflegu drögin. þar stóð þetta líka.

Endanlega niðurstaðan var samt hjá sjálfstæðisflokknum (ekki framsókn) að viðræðum skyldi HÆTT.

(tek það fram að ég var ekki hrifinn af þeirri breytingu)

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 11:59

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver skrifaði þessi orð á vefsíðu flokksins?

Komu þau frá landsfundinum, æðstu valdastofnun flokksins? NEI !

Böndin berast að Bjarna, að hann hafi sett þetta á xD-síðuna eða vitað af því og verið því hlynntur.

En þetta var ÞVERT GEGN STEFNU LANDSFUNDAR.

Og ekkert umboð hafði verið veitt til þessarar villu.

Jafnvel formaðurinn hefur ekki umboð til að falsa stefnuna, ekki frekar en hann hafði leyfi flokksmanna til að svíkja í Icesave-málinu.

En við skulum bara vona, að batnandi manni sé bezt að lifa.

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 13:02

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna voru reyndar TVÆR setningar á vefsíðunni um ESB-málið:

Þessi var laukrétt og í samræmi við samþykkt landsfundar: „Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan."

Þessi var hins vegar VIÐBÓT og alls ekki að vilja landsfundar: "Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram.”

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 13:06

12 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Loksis fann ég þetta aftur

http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/utanrikisnefnd_loka.pdf

 Hér stendur þessi setning:

"

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. "

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 13:57

13 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Búið ar að fjarlægja ályktanir framsóknarflokksins, voru hér

http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/04/alyktanir-flokksthings-framsoknarmanna-2013.pdf

En á þetta samt til:

"Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utanEvrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nemaað undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Stendur ekkert um að hætta viðræðum hjá framsók, bara hjá sjálfstæðisflokki

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 13:59

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þessi setning er alveg rétt -- að vilja landsfundar.

Jón Valur Jensson, 23.2.2014 kl. 14:01

15 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Í stjórnarsáttmálanum (http://www.stjornarrad.is/Stefnuyfirlysing/) er þetta orðað svona:

"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu"

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 14:02

16 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Þannig að ég spyr eru Þorsteinn og Benedikt hættir? Virðast ekki hafa verið á þessum landsfundi allavegana

Gunnar Sigfússon, 23.2.2014 kl. 14:07

17 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Gunnar, það sem ég vitnaði í eru ekki drög. Þetta stóð á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. Því hefur síðan verið breytt.

Jafnvel Jón Valur neitar því ekki að þetta stóð þarna, enda er til skjámynd af síðunni.

Mönnum getur fundist hitt og þetta um ESB og Sjálfstæðisflokkinn--það er í góðu lagi--en ég vona að við getum verið sammála um grunnstaðreyndir. Ég var bara að benda á þær.

Wilhelm Emilsson, 23.2.2014 kl. 23:00

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað heldurðu að margir hafi lesið þetta á síðunni?

220 manns?

Í alvöru?

Jón Valur Jensson, 26.2.2014 kl. 01:43

19 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Orð skulu standa, Jón Valur :) 

Wilhelm Emilsson, 26.2.2014 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband