Gísla Marteins-stjórn vinstrimanna

Vinstrimenn bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á nýja ríkisstjórn.  Eftir að hamast á Hönnu Birnu, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, undanfarnar tvær vikur og krafist afsagnar hennar rjúka vinstrimenn upp til handa og fóta og smíða handa Sjálfstæðisflokknum nýja ríkisstjórn vegna viðtals Gísla Marteins Baldurssonar við forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins.

Vinstrimenn líta á Gísla Martein sem útsendara samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins og að honum hafi verið ætlað að klekkja á Sigmundi Davíð. Það styrkir vinstrimenn í trúnni að þekktir sjálfstæðismenn úr samfylkingardeildinni og ESB-sinnar eins og Benedikt Jóhannesson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir fylgja eftir atlögu Gísla Marteins að forsætisráðherra. Ólafur Stephensen undirritstjóri á Fréttablaðinu er í sömu kreðsu og hann endurvinnur Ragnheiði á leiðarasíðu í dag.

Varaformaður VG, Björn Valur Gíslason, ber formlega fram tilboð vinstrimanna til Sjálfstæðisflokksins um að mynda Gísla Marteins-ríkisstjórn án Framsóknarflokksins.

Vinstrimenn skilja ekki að samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins er 5 til 7 prósent af flokknum. Vinstrimenn skilja heldur ekki að sitjandi ríkisstjórn er með sterkan meirihluta, bæði á þingi og með þjóðinni, og að almenningur refsar grimmilega pólitískri glæframennsku. Það er einmitt ástæðan fyrir fylgisleysi VG (10,9%) og Samfylkingar (12,9%) í síðustu kosningum.

En, sem sagt, vinstrimenn trúa enn á sinn pólitíska jólasvein. Hann heitir núna Gísli Marteinn Baldursson og var einu sinni borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og óvinur flugvallarins. Átrúnaður vinstrimanna segir heilmikla sögu um þennan kima íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gísli Marteinn missti sjónar á viðfangsefninu sem fulltrúi okkar sem kusum hann í borgarstjórn.

Í stað þess að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi hóf hann baráttu fyrir fámennishópa þrátt fyrir margar beiðnir og óskir um að muna tilgang kosningar sinnar.

Einleikari í hópstarfi stendur stutt við.

Hann á heima með jötukrötum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2014 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband