Egill og Karl Th: ESB-slagurinn er tapaður

Tveir yfirlýstir ESB-sinnar, Egill Helgason og Karl Th. Birgisson, blogga um afturköllun ESB-umsóknarinnar og komast báðir að þeirri niðurstöðu baráttan sé töpuð í þessari umferð. Egill skrifar um veruleika ESB umsóknarinnar

Aðildarviðræðurnar tóku miklu lengri tíma en ætlað hafði verið. Það var ekki einu sinni byrjað að ræða stærstu og erfiðustu málin. Ýmsar skýringar eru á því, þó aðallega óeining heimafyrir og upplausnin sem varð í Evrópu vegna evrukreppunnar. Það var heldur ekki – og er ekki enn – ljóst í hvaða átt Evrópusambandið stefnir. Verður það í auknum mæli sambandsríki? Yfirgefur Bretland Evrópusambandið?

Í kosningunum í apríl síðastliðnum unnu flokkar sem eru andsnúnir Evrópusambandsaðild yfirburðasigur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn, en utan hennar eru andstæðingar ESB aðildar í VG. Aðeins tveir Evrópuflokkar eru á Alþingi, með samanlagt 21 prósent af fylginu eða 15 þingmenn.

Karl Th. skrifar færsluna Lífið eftir gargið og vekur athygli á þeirri staðreynd að afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hávaði og læti vegna afturköllunar ESB-umsóknar Samfylkingar breytir engu þar um.

Skilaboð Egils og Karls Th. til ESB-sinna eru þessi: án meirihlutastuðnings þjóðarinnar og öflugs meirihluta á alþingi er tómt mál að tala um ESB-aðild Íslands.


mbl.is Rætt um Evrópumálin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nu vilja Piratar fá kosningu um það hvort halda eigi áfram viðræðum. Sama þingsályktunartillag og sett var fram af Vigdísi árið 2010.

Það er gaman frá því að segja að þá hafnaði Birgitta Jónsdóttir því.

Eru menn alveg samkvæmir sjálfum sér þarna eða er þetta bara svona eins og sjóræningjar hegða sér?

Þessi farsi er kominn út yfir allan þjófabálk.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband