Samfylking: engin leiðindi í miðstýrðu prófkjöri

Léleg þátttaka var í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík, 31 prósent. Aðeins voru birtar niðurstöður fyrir fjögur efstu sætin, en það er háttur smáflokka. Eyjan birtir leynilista flokksskrifstofunnar sem sýnir niðurstöðu prófkjörsins.

Tveir efstu í prófkjörinu, Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir, fengu ekki mótframboð. Opinber útgáfa Samfylkingar á prófkjörinu veitti því aðeins upplýsingar um tvö sæti sem samkeppni var um, 3. og 4.

Björk segir engin leiðindi hafa verið í prófkjörinu. Það er vel skiljanlegt. Þegar fáeinir taka þátt í miðstýrðu prófkjöri er óþarfi að vera með leiðindi. Niðurstaðan liggur fyrir áður en prófkjörið hefst.


mbl.is Dagur efstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samfylkingafólk fer mikinn og telur þarna sterkann lista. En skoðum aðeins niðurstöðuna. Dagur og Björk voru ein í kjöri í efstu tvö sætin. Þrátt fyrir að þau hafi ekki haft neina samkeppni tókst Degi einungis að ná fylgi 25% þess fólks sem var á kjörskrá Samfylkingar og Björk náði tæplega 18% þessa fólks.

Hjálmar, sem Samfylkingafólk heldur vart vatni yfir, ef dæma skal eftir skrifum nokkurra þeirra á netmiðlum, fékk einungis stuðning tæplega 9% kjörgenginna Samfylkingamanna. Þessi maður var kokhraustur í gærkvöldi og talaði um að "rokka feitt".

Það er ljóst að Samfylkingin ríður ekki feitum hesti frá þessu prófkjöri.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er algjör brandari þetta „prófkjör“ . Dagur og forystan hafa ekki tekið sénsinn á að lenda í því sama og dr. Gunnar Ingi Birgisson fyrir fjórumárum að húrra niður úr forystusætinu í almennu prófkjöri. Nýjasta prófkjörið í Kópavogi sem var í gær fór þannig að allir þeir sem áður hafa leynt eða ljóst verið svokallaðir „Gunnarsmenn” var raðað neðst í prókjörinu og Ármann styrkti stöðu sína.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.2.2014 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband