Jón Gnarr hættir áður en grínið verður harmleikur

Jón Gnarr bauð sig fram sem trúður fyrir fjórum árum til að gefa almenningi í höfuðborginni tækifæri til að sýna stjórnmálamönnum fyrirlitningu sína. Núna stóð Jón Gnarr frammi fyrir því að vera stjórnmálamaður og leist ekki á blikuna.

Grínið 2009 hefði orðið harmleikur 2013 vegna þess að brandarinn væri allur á kostnað Jóns Gnarr sjálfs, hann er jú borgarstjóri.

En við skulum öll þegja í eins og eina mínútu til að sýna Samfylkingunni í Reykjavík samúð okkar - in memoriam.


mbl.is Jón Gnarr hættir í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eigum við ekki að hafa það tvær mínútur, eina upp á grín og hina upp á vitleysu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2013 kl. 14:40

2 identicon

það kemur ekki á óvart að Gnarrinn ætli ekki fram aftur, hann hefur aldrei haft í hyggju að verða pólitíkus. það er eitthvað allt annað sem vakir fyrir honum. Alla tíð hefur Samfylkingunni tekist að láta þá flokka sem hafa starfað með þeim sitja uppi með svarta pétur, DBE má passa sig Gnarrinn væri vís til að snúa þessu við og láta Samfylkinguna sitja uppi með fullt fangið af svörtum pétrum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 16:13

3 Smámynd: rhansen

Myndi ekki vera alveg vissum að hann kæmi ekki skellihlægjandi aftur og segðist ekki geta hætt !!! það væri likara hans töktum ...en kanski koma Degi frá i leiðinni??

rhansen, 30.10.2013 kl. 16:23

4 Smámynd: Pétur Harðarson

Við skulum nú samt bara horfast í augu við það að Besti flokkurinn er ekki meira grín en svo að hann er stærsti flokkurinn í borginni með 37%. Aðrir flokkar ættu að hætta að kalla Besta fólkið trúða og athuga hvað þeir hafi verið að gera rangt síðustu árin.

Pétur Harðarson, 30.10.2013 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband