Skuldavandi heimilanna, þjóðarheimilið og nýtt neysluæði

Þökk sé krónunni tókst eftir hrun að halda uppi atvinnu í landinu. Til að heimilin geti borgað skuldir sínar verður heimilisfólk að stunda launavinnu. 

Skuldavandi heimilanna var þannig að eftir hrun voru um 30 þúsund heimili með neikvæða eiginfjárstöðu, skulduðu meira en nam andvirði íbúðarhúsnæðis, en núna eru þetta um 17 þúsund heimili. Á meðan atvinna býðst munu þessar skuldir lækka áfram jafnt og þétt.

Heimilin í landinu stefna í rétta átt en þjóðarheimilið er í ólgusjó. Ríkisrekstur, heilbrigðiskerfið sérstaklega, er sveltur. Kröfur um frekari sparnað eru óraunhæfar nema hann felist í því að leggja af einhvern hluta hins opinbera reksturs. Þar er spurning um kjark og þor sem stjórnmálastéttin er ekki þekkt fyrir.

Við þessar kringumstæður er ekki skynsamlegt að nota fjármagn, sem kann að losna við uppgjör bankanna, til að búa til nýtt eyðsluæði í anda 2007. Nærtækara er að koma rekstri þjóðarheimilisins í skikkanlegt horf, lækka skuldir og bæta úr aðstöðu þar sem þarf. 


mbl.is Verulegur árangur í skuldavanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf annaðhvort vanvita eða sérfræðing með annarlegar ætlanir til að komast að því að skuldavandi hverfi en greiðsluvandi sé enn til staðar.

Lánstofnanir hækkað verð á íbúðarhúsnæði með því að þverskallast við að leiðrétta höfuðstól lána og halda þeim eignum sem innleistar hafa verið með nauðungarsölum til hlés á of háu verði.

Að finna það svo út að skuldavandinn sé í rénun vegna aukins veðrýmis tilkomið vegna verðhækkanna á meðan greiðslugetan hefur ekki aukist er í besta falli 110% fáviska.

Magnús Sigurðsson, 20.9.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband