Agavandinn flyst frá heimilum á stjórnvöld

Þökk sé krónunni tókst að bægja frá atvinnuleysi hér á landi eftir hrun. Á meðan fólk er með vinnu getur það greitt niður skuldir sínar. Nýjar tölur sýna að heimilin eru jafnt og þétt að vinna sig úr ruglárum útrásar þar sem tekin voru fasteignalán til fjármagna neyslu.

Ef fram heldur sem horfir verða aðeins eftir í skuldavanda þau tíu þúsund heimili sem kunna ekki fótum sínum forráð í fjármálum og verða alltaf í ruglinu, hvort heldur í góðæri eða hallæri.

Það er meiriháttar afrek fyrir okkur sem þjóð að halda þannig á málum að lækka skuldavanda heimilanna án óðaverðbólgu eða óhóflegrar lántöku ríkissjóðs.

Það stendur upp á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að tryggja hægan en öruggan efnahagsbata. Agavandinn var áður hjá heimilunum en flyst nú yfir á stjórnvöld.


mbl.is Skuldavandi í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nú þegar búið að bjóða upp þúsundir heimila og gera fjölskyldur gjaldþrota frá hruni, og á þessu ári er enn ekkert lát á því.

Það er ekki neitt furðulegt þó að skuldavandi þessara fjölskyldna hafi rénað, þar sem búið er að hirða allt af þeim sem hægt er upp í skuldir, þar á meðal heimilið, og afskrifa svo restina.

En að halda því fram að þessi skilvirkni sýslumannsembættana við að ganga yfir réttindi fólks, sé einhverskonar mælikvarði á "bætt ástand", er eins og halda því fram að fækkun berklasjúklinga sé merki um árangur í baráttunni við berkla, þrátt fyrir að eina breytingin hafi í raun verið sú að sjúklingarnir eru flestir látnir.

Það er ekkert annað en röng hugtakanotkun, og ljót tilraun til hugsanastýringar, að velja fyrirsögnina þannig að hún gefi í skyn að ástandið að batna, þegar raunveruleikin er allt annar.

Svona heilaþvotti þarf að verjast af krafti!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2013 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband