Kaupa evru á 160 kr. og selja á 210-224 kr.

Meðal-Íslendingurinn kaupir evru á 160 kr. þegar hann fer í ferðalag til útlanda. Á sama tíma koma fjárfestar með evru til Íslands, í gegnum Seðlabankann, og fá 210 til 224 kr. fyrir evruna. Munurinn er 30 til 40 prósent.

Gjaldeyrishöftin eru sett í þágu almennings. Án haftanna hefði dýfan eftir hrun orðið dýpri. Og almenningur getur stundað ferðalög og netverslun án þess að verða var við höftin.

Á hinn bóginn er augljóst að 30 til 40 prósent mismunur á gengi innan og utan hafta sogar til sín braskara sem vilja gera sér mat úr þessum aðstæðum. 


mbl.is 4 milljarðar komu inn í gjaldeyrisútboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Kæri Páll, þú segir að gjaldeyrishöft hafi verið sett í þágu almennings. En gleymdu því nú ekki að vextir og verðbætur í eigu erlendra aðila geta farið úr landinu á sama gengi og almenningur fær að kaupa og fyrstu fjögur árin eftir hrun þá gátu afborganir einnig farið þessa sömu leið. Gjaldeyrishöftin voru því einnig sett í þágu fjárfesta og spákaupmanna sem hefðu tapað meiru. Meira tap þessara aðila hefði þýtt að erlendar skuldir landsins væru nú lægri! Gjaldeyrishöftin hafa því þýtt að erlendar skuldir eru hærri, skuldabyrði þyngri og minna af gjaldeyri fyrir fjárfestingar og neyslu.

Það er einnig ekki hægt að réttlæta þennan mun á kaup og sölugengi með því að allir græði! Ástæðan er sú að það geta ekki allir tekið þátt í þessum útboðum, jafnvel fjárfestar sem eiga evrur og eru að fara að fjárfesta í samkeppni við þá sem komast fjárfestingaleiðina.

Ójöfn staða fjárfesta og lítið gagnsæi leiða ekki af sér vöxt heldur sóun. Einnig er alveg ljóst að Seðlabankinn þarf að auka peningalegt aðhald til að skapa rými fyrir þessa fjárfesta til að koma í veg fyrir verðbólgu og fall krónunnar. Þar af leiðandi eru þessir fjárfestar ekki að bæta neinu við heldur aðeins að koma í staðinn fyrir aðra.

Það er ekki fallegt ef þeir sem vilja hafa landið lokað til frambúðar réttlæta mismunun með þessum hætti.

Lúðvík Júlíusson, 4.9.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband