Meirihlutinn á alþingi og þingræðið

Meirihluti alþingis ákvað 16. júlí 2009 að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þessi meirihluti féll með látum í kosningunum í apríl í vor.

Stefna þeirra tveggja flokka sem fengu mest fylgi í kosningunum í vor er að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.

Nýr meirihluti á alþingi endurspeglar þá stefnu og stöðvar aðildarferlið inn í Evrópusambandið. Þannig vinnur þingræðið.


mbl.is Engin viðræðuslit án aðkomu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Á alþingi var þvinguð fram ólýðræðisleg kosninganiðurstaða með hótunum, 16 júlí 2009. Fyrirvarar hafa verið hundsaðir, eins og ekkert sé sjálfsagðara, þegar reglurugls-miðstýringar-einræðis-bankabandalagið ESB er annars vegar.

Lýðræði og mannréttindi eru einungis innantóm orð á pappírum ESB-bankaræningja-flottræflanna, og þeirra ofurlaunuðu þjóna vítt og breitt í Evrópu.

ESB hertekur fjölmiðla og ríkisstjórnir þjóða með hótunum og kúgunum. Minnimáttar hópar fara verst út úr þessari ESB-hertöku-maskínu, sem kemur öllum ábyrgðum á þá varnarlausu og heiðarlegu.

Fleiri þvingaðar kúgunar-niðurstöður á alþingi Íslands eru greinilega á dagskrá hjá verðandi stórveldinu ESB. Og liðhlaupar óábyrga ESB-stórveldisins sjá um eineltið á heiðarlega fólkinu.

ESB-studdir og ábyrgðarfríaðir liðhlaupar auðvaldsins streyma fram á ritvöll ESB-fréttablaðsins og fleiri miðla.

Hverja ætlar almenningur að styðja í þessu stríði?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.8.2013 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband