Áhrif Dana í ESB eru engin - konungsríkið í upplausn

Danmörk vildi ekki að Evrópusambandið gripi til refsiaðgerða gegn Færeyingum vegna síldveiða. Í þessari deilu eru lífshagsmunir konungsríkisins í veði. Engu að síður ætlar ESB að beita Færeyinga hörðu.

Ef ríkisstjórnin í Kaupmannahöfn getur ekki veitt Færeyingum stuðning í máli sem þessu er hætt við að Færeyingar segi upp konungssambandinu líkt og Íslendingar gerðu 1944.

Meðferð Evrópusambandsins á Færeyingum og Dönum sýnir okkur skýrt og skorinort að yfirvaldið í Brussel lætur sér fátt um finnast um lífshagsmuni smáþjóða.


mbl.is Meinað að selja síld til ESB-landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg ætla að vera svolitið beinorður ... Það r samt ekki meiningin að vera prsonulegur, svo hafðu það i huga þegar þu lest svar mitt.

Fiskurinn i sjonum er miklvægur, ekki bara fyrir færeyinga, heldur fyrir alla evropu. Að islendingar og færeyingar sitji að þessu og ofveiði, veldur obætanlegu tjoni. Sem evropubuar þurfa að lifa við afleiðingarnar af.

Að færeyingar, segi sig ur kongungadæminu er engin lausn. Hvorki fyrir færeyinga, ne evropubandalagsins. Eina lausnin i malinu, er að fara að gat með veiði a fiskinum, sem er mikilvæg fyrir afkomu alllra a evropusvæðinu og mikilvæg fyrir framtið þess.

Verði islendingar og/eða færeyingar svo biræfnir að þeir hlusti ekki a viðvörunina og haldi afram obreitt. Mun það að endingu hafa þær afleiðingar að þessi lönd, verði tekin af ykkur.

Og,tæplega er það lausn a vandanum, færeyingum og islendingum i hag.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 10:46

2 identicon

Upphaflega þegar islendingar fengu logsögu sina utfærða i 12 milur, 50 og siðar 200 milur. Var það gert og samþikkt almennt þvi að þetta var vernd gegn ofveiði a fiskistofninum. Sem allir voru sammala ... En ef islendingar og færeyingar sjalfir eru að ofveiða fiskin ... Þa skulu menn hafa i huga að 300 þusund manna þjoð, og enn siður 10 þusund manna þjoð. Ma sin ekki mikils gegn 300 miljonum. Og,lifsafkoma 300 miljona manna verður metin meir a vegunum, en afkoma 300 þusund manna.

Þess vegna ber mönnum að fara að með gat, og vera diplomatiskir

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 10:50

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Fiskurinn í sjónum er mikilvægur, þess vegna er betra að íslendingar og færeyingar stjórni veiðunum.  Það er löngu viðurkennd staðreynd að einu tölurnar sem eitthvað er að marka í fiskveiðiskýrslum ESB eru blaðsíðutölurnar.

Þorvaldur Guðmundsson, 1.8.2013 kl. 11:12

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Að islendingar og færeyingar sitji að þessu og ofveiði, veldur obætanlegu tjoni.

Það eru nú skiptar skoðanir um hvort það sé ofveiði í gangi. Þú ættir að lesa þér til um þetta í staðin fyrir að taka upp blint skoðun ESB.

 .. Þa skulu menn hafa i huga að 300 þusund manna þjoð, og enn siður 10 þusund manna þjoð. Ma sin ekki mikils gegn 300 miljonum. Og,lifsafkoma 300 miljona manna verður metin meir a vegunum, en afkoma 300 þusund manna.

Já við skulum einmitt hugsa um það hvað þetta gerir mikið fyrir t.d. 10.000 manna þjóð á móti 300.000.000 manna þjóð, fyrir ESB er þetta dropi í hafið á meðan þetta er MJÖG mikils virði fyrir færeyinga, ef þér geta ekki veitta þetta er lauslega áætlað t.d. 30.000 föld áhrif fyrir færeyinga þegar kemur að tekjum og atvinnuleysi.

Að islendingar og færeyingar sitji að þessu og ofveiði

Við viljum meina að það sé ESB og Noregur sem sitji að þessari "ofveiði" frekar en íslendingar og færeyingar, á meðan fiskur eyðir það miklum tíma innan okkar lögsögu og fær sína fæðu þar þá ættum við að veiða hann. Þetta er bara frekja of yfirgangur frá ESB og Noregi, þeir að reyna eigna sér eitthvað sem er því miður fyrir þá ekki lengur þeirra eign þar sem síldin er byrjuð að færa sig til inn á veiðisvæði Íslendinga og Færeyinga.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.8.2013 kl. 11:23

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Bjarni Örn.

Hvað ertu eiginlega að fara?

Hverjir eru það sem hafa stundað ofveiði og rányrkju?

Íslendingar og Færeyingar eiga lífsafkomu sína að stærstum hluta af fiskveiðum og sjávarútvegi.

Afhverju skyldu þessar fiskveiði þjóðir vilja ofveiða fiskstofna hafsins?

Íslendingar og Færeyingar eru þær þjóðir Evrópu sem hafa í áraraðir stundað einhverjar sjálfbærustu og ábyrgustu veiðar úr fisistofnunum í N- Atlantshafi og þannig byggt upp fiskistofna sína með sjálfbærum og ábyrgum hætti.

Alveg þver öfugt við ESB fiskveiði- ráðstjórnina sem hefur með óstjórn og ofstjórn staðið fyrir brottkasti á hundruðum þúsunda tonna, gríðarlegri ofveiði sem lýsir sér í því að mörg fiskimið innan lögsögu ESB eru sviðin jörð og Alþjóða Hafrannsóknarráðið segir að 75% fiskistofna ESB séu annað hvort í bráðri útrýmingarhættu eða ofveiddir.

Útgerðin lifir á styrkjum og umfangsmiklu millifærslukerfi og sjómenn innan ESB lepja víða dauðan úr skel og lifa á bótum og ölmusu frá þessu styrkja apparati.

Sem betur fer erum við íslendingar enn sjálfsstæð og fullvalda þjóð, en erum ekki undir hælnum á þessu ESB apparati með okkar mál.

Við og Færeyingar rekum okkar sjávarútveg á arðbæran hátt án styrkja og bóta.

Það er okkar gæfa að geta ráðið auðlinda- og fiskveiðmálum okkar sjálfir og njótum þeirra viðurkenndu alþjóðaréttinda sem Hafréttarsáttmáli Sameinuðu Þjóðanna veitir fullvalda þjóðum.

Gunnlaugur I., 1.8.2013 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband