Evru-samstarfið líkist rúblusvæðinu sem hrundi

Eftir fall Sovétríkjanna varð til rúblusvæði sem átti að verða efnahagssvæði fyrrum sovét-lýðvelda. Tilraunin mistókst, ekki síst vegna þess að ólík lýðveldi fylgdu ólíkri efnahagsstefnu, og rúblusvæðið leið undir lok 1993.

Einn af þekktari hagfræðingum Þýskalands, Thomas Mayer hjá Deutche Bank, segir evru-samstarf 17 ESB-ríkja líkjast æ meira tilrauninni með rúblu-svæði fyrrum sovét-lýðvelda. Í stað þess að Seðlabanki Evrópu fylgi stefnu verðstöðugleika er búið að hlaða óskyldum hlutverkum á bankann, s.s. að bjarga viðskiptabönkum á evru-svæðinu, bjarga efnahag evru-ríkja og stuðla að hagvexti.

Seðlabanki Evrópu stendur ekki undir þessum kröfum, segir Mayer. Hann telur að afturhvarf til Maastricht-samkomulagsins, um að hlutverk seðlabankans sé það eitt að stuðla að verðstöðugleika, sé ekki mögulegt úr því sem komið er. Mayer telur evru-samstarfið dæmt til að fara sömu leið og rúblusvæðið. Á öskuhauga sögunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér finnst sorglegast við evrukrísuna er að topparnir í verst stöddu ríkjunum sjá sig knúna til að halda áfram hægum dauðdaga í stað þess að segja sig úr samstarfinu, láta gengið lækka til að hærri útflutningstekjur, líkt og var gert hér. Af verju er það gert, spyr maður sig? Eina sem mér dettur í hug er vald fjármálagreifa, en það getur svo sem vel verið rangt hjá mér.

Flowell (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 22:32

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því hefur verið haldið fram að það sé illmögulegt að segja sig úr sambandinu,þótt hugur standi til þess. Nærri má geta að suðurríki Evrópu eru það skuldsett og háð björgnaráætlunum ESB.auk viðskipta sambanda,að þeir eru barasta strand í þessu fúafeni. Við erum ekki í ESB. og verðum líklega aldrei.

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2013 kl. 02:08

3 identicon

Helga: Það er sennilegast 'illmögulegt' að segja sig úr Sambandinu vegna nokkura ástæðna: 1) Ef þú gerir slíkt þarftu að fella niður skuldir (því núverandi óbærilegar skuldir yrðu enn óbærilegri í kjölfar gengisfalls) og helstu lánadrottnar eru aðrar þjóðir innan Sambandsins. 2) Skuldaafskriftir myndu setja af stað domino-áhrif og fella niður andvana bankakerfi Evrópu (og kerfið í heild sinni) og því mikill pólitískur þrýstingur frá lánadrottnum að halda áfram á sömu braut, þrátt fyrir að sú braut sé verri fyrir ÖLL hagkerfi í heild sinni. Með öðrum orðum, bankakerfið ræður. 3) Þjóðir sem hætta sér út á þá braut að ræða úrsögn úr Sambandi er að öllum líkindum hótað með viðskiptaþvingunum og annars konar viðskiptalegum og pólitiskum þvingunum.

Þetta segir mér einungis eitt. Þetta er dauðvona kerfi.

Flowell (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 03:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jamm hjartanlega sammála Flowell,fyrir okkur í ESB.er ekki lífvænlegt.Stöndum saman í heimavarnarliðinu,óháð flokkapólitík.

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2013 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband