Björn afhjúpar tækifærismennsku Samfylkingar

Samfylkingin beygði þingflokk VG 16. júlí 2009 til að samþykkja ESB-umsókn. Þingmenn VG voru nýkjörnir á þing undir þeim formerkjum að Ísland skyldi standa utan Evrópusambandsins. Umsóknin var umboðslaus frá upphafi.

Samfylkingunni hafnaði óskum um þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2009 um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild. Björn Bjarnason rifjar upp kostuleg ummæli forkólfa Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum.

Í dag vill Samfylkingin þjóðaratkvæðagreiðslu um þá fjögurra ára umboðslausu ESB-umsókn sem kennd er við flokkinn. Tækifærismennska af þessu tagi einkennir Samfylkinguna, sem fékk 12,9 prósent fylgi í þingkosningunum í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árni Páll var svolítið skondinn á Alþingi í gær þegar hann taldi skorta á samheldni innan stjórnarflokkanna og sagði: "þeir prjóna hver með sínu nefi." Svo sannarlega nýmæli það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.6.2013 kl. 17:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gæti líkt því við prjóni hesta,sem þenja nasavængina og henda frampartinum upp í loft, ekki svo galið.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2013 kl. 01:38

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rétt Helga :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband