Blaðamenn 365 ávaxta peninga Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson keypti fjölmiðla til að stjórna fréttaumfjöllun um sig og hagsmuni sína í stjórnmálum og viðskiptum. Jón Ásgeir eignaðist Fréttablaðið 2002 og notaði það til að herja á raunverulega og ímyndaða andstæðinga sína. Síðar bætti hann Stöð 2 við sig og úr varð 365 miðlar.

Upp á síðkastið er kominn einhver leiði í blaðamannastabba Jóns Ásgeirs og þeir sumir óviljugir að hlýða húsbónda sínum. Einn þeirra, Magnús Halldórsson, skrifar um viðskilnaðinn við Jón Ásgeir

Mér fannst fínt að vinna þarna og gott fólk sem vinnur hjá fyrirtækinu, en ákvað að segja upp störfum eftir að hafa hugsað um það, hvort það væri kannski ráð að reyna að ávaxta einhverja aðra fjármuni en þá sem Jón Ásgeir ætti.

Svo mörg voru þau orð.  En á meðan Jón Ásgeir á peninga getur hann keypt nýja starfsmenn til að ávaxta sitt pund. Gunnar Smári Egilsson, sem tók að sér að gera Fréttablaðið að málgagni Jóns Ásgeirs, er líklega á leiðinni tilbaka. Þar hæfir skel kjafti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband