Landsbankinn verði ríkisbanki

Tilraunin með einkavæðingu bankanna endaði með hruni. Kröfuhafar eiga stærstan hluta Arion og Íslandsbanka og þar ætti ríkið að selja sinna hluta.

Landsbankinn ætti á hinn bóginn að vera í fyrirsjáanlegri framtíð í ríkiseigu. Þar með er almannavaldið með kjölfestuhlut í bankakerfinu.

Öflugur ríkisbanki veitir aðhald einkaframtakinu, sem brást svo herfilega í útrás og hruni. Ekki veitir af.


mbl.is Bindur vonir við meiri hagsæld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Landsbankana báða á að setja í þrot og gera upp sem fyrst. Ef ríkið á að eiga banka á það að stofna nýjan banka án nokkurar tengingar við núverandi bankastofnanir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.6.2013 kl. 22:10

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll. Það er vandséð að einkavæðing bankanna sem slík hafivaldið hruni. Ekki gleyma því að næst stærsti bankanna hafði aldrei verið ríkisbanki, heldur einkabanki síðan 1953, en hann hrundi fyrstur þeirra þriggja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.6.2013 kl. 23:49

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er þannig að ríkið, almenningur, sjómenn, bændur og hjúkrunarkonur eiga að borga Icesaveskuld þeirra Sjalla í gegnum ríkisbankann Landsbankann.

Ok. þetta er óumdeilt staðreynd. Þannig er það.

En segjum sem svo, að einhverjir segi: Ja, þá látum við bara Landsbankann fara á höfuðið aftur. Þetta er jú ,,hlutafélag".

Þá er því til að svara, að fyrst: Í þessum bransa eru sjaldnast til einhver svona töfratrikk eða fiff tæknilega, einhver tær snilld, sem reddar barasta öllu o.s.frv Því miður.

Icesaveskuldin er tilkomin vegna þess að Ísland stórlega oftók eignir þegar Nýju bankarnir voru stofnsettir. Þar á meðal oftóku þeir afar gróflega og stórlega eignir til nýja Landsbankans.

Nú, þetta þurfti og þarf alltaf að borga til baka. Það var ekki hægt að mismuna og hlunnfara svona herfilega. Ef menn hefðu ætlað að standa á þessum stuldi beisiklí - þá má draga í efa að hér hefði verið hægt að reka nokkurt bankakerfi.

Þessvegna þurfti nýji bankinn að semja um endurgreiðslu á ofteknum eignum. Semja um að borga icesaveskuldina. það var gert með skuldabréfi sem er samanlagt á núvirði eitthvað barasta um 500 miljarða, að eg tel. Þó eitthvað sé sennilega búið að borga af því.

Þegar samið var um skuldarbréfið tóku icesaveinnstæðueigendur, þeir B&H og sjúkrasjóðir og sveitarfélög í B&H ekki annað í mál en að fá almennileg veð. Sem vonlegt var.

Veðin eru að öllum líkindum allar helstu eignir Landsbankans. Fyrirtækjaeignir. Lán til sjávarútvegsfyrirtækja, kvótinn o.þ.h.

Veðin ganga, að öllum líkindum, framar forgangskröfum.

Framar forgangskröfum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.6.2013 kl. 01:14

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvað íósköpunum á þessi pistill þinn að upplýsa okkur hin Ómar Bjarki ? Ég leyfi mér að efast um að þú hafir skilning á því sjálfur, hvað þá að við hinir smælingjarnir skiljum hvað þú átt við. Það stenst varla neitt af því sem þú setur fram eina einustu skoðuun, hvað þá nána skoðun. Þú treystir því kannski bara ef þú endurtekur þetta nógu oft að fólk byrji að trúa þér um síðir - dropinn holar steinin og allt það ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.6.2013 kl. 01:36

5 identicon

Hann veit ekkert hvað hann er að tala um drengurinn. Hann segir að;

"Icesaveskuldin er tilkomin vegna þess að Ísland stórlega oftók eignir þegar Nýju bankarnir voru stofnsettir"

Þetta er bara rangt. Þessi upphæð var ranglega reiknuð upp í nýja bankann og var því skuldabréfið gefið út sem leiðrétting. Í raun hefur þetta bréf ekkert með Icesave að gera þótt kröfur standi á það.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband