Forsætisráðherra með skýra afstöðu í ESB-málinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði eftirfarandi um ESB-umsóknina í stefnuræðu sinni á alþingi í kvöld

Áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu fælu í sér skýra yfirlýsingu Íslands um vilja til að ganga í ESB og taka upp allt regluverk sambandsins.

Pólitískur stuðningur fyrri ríkisstjórnar við umsóknina var byggður á mjög veikum grunni  og kannanir sýna ítrekað að meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild.

Því verður nú gert hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins.

Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni.

Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ríkisstjórnarflokkarnir náðu kosningu með þá stefnuskrá að Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins. Á meðan sú stefna stjórnarflokkanna er óbreytt og ríkisstjórnin styðst við meirihluta alþingis er engin ástæða til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-málið.

ESB-sinnar gleyma því iðulega að þjóðin var ekki spurð þegar ESB-umsóknin var keyrð í gegnum alþingi 16. júlí 2009 á hæpnum forsendum, svo ekki sé meira sagt.

 

 


mbl.is Tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Frábær yfirlysing Forsætisráðherra um Esb málið svo og  stefnuræðann öll !

rhansen, 10.6.2013 kl. 22:48

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Bara vona að hlé þýði stopp. Engin vinna eigi sér stað í ráðuneytunum með neitt varðandi þessar viðræður. Þýðingum sé hætt. Frekari aðlögun að EES- reglum bíður. Osfrv.

Ívar Pálsson, 10.6.2013 kl. 23:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og starfsmenn "samninga"nefndanna (sem naumast hafa samið um neitt, enda ekki ætlað það skv. ESB-reglum) eiga að falla út af launaskrá ríkisins sem slíkir.

Lokun "Evrópu[sambands-áróðurs]stofu" er svo viðblasandi verkefni.

Tek hér undir með öllum lokaályktunum Páls, sem og Ívars.

Jón Valur Jensson, 11.6.2013 kl. 00:50

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef þá bjargföstu trú að handbremsan sé á Esb viðræðum,öðrum en svokallaðri úttekt á hvar hún er stödd.. Gunnar Bragi gengur að þessu fumlaust,þjóðin stendur nær einhuga á bak við þessar aðgerðir. Vonandi er þessi þvingunar aðgerð Krata um inngöngu að engu gerð.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2013 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband