Björgvin mígur á minningu Jóhönnu Sig.

Eitt stærsta mál Jóhönnu Sigurðardóttur fráfarandi forsætisráðherra, fyrir utan misheppnaða ESB-umsókn og enn misheppnaðri atlögu að stjórnarskránni, er réttarhaldið yfir Geir H. Haarde sem Jóhanna starfaði með árin 2007 til 2009 en ákvað síðan að stefna fyrir landsdóm.

Björgvin G. Sigurðsson var með Jóhönnu í ríkisstjórninni 2007 til 2009 en var látinn dangla utanborðs þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð vorið 2009. Björgvin segir í viðtali við Eyjuna um málsmeðferð Jóhönnu á fyrrum samherjum:

Síðan þegar heiftin tók yfir og pólitískir hefndarleiðangrar þeirra sem með ráðin fóru eftir kosningar hófust þá tók við skuggalegt og dapurlegt tímabil. En upp úr stendur samstarf við mikið af góðu fólki og eftir þessi 14 ár þekki ég mikið af fínu fólki um allt land. Þó maður hafi vissulega einnig séð inní myrkari hliðar í sálarlífi margra, ekki síst í eftirmál efnahagsvandans þegar sökudólgaleitin var í algleymingi sem endaði með einkar snautlegum hætti fyrir þá sem fyrir henni fóru.

Björgvin er núna varaþingmaður Samfylkingar og ætlar að starfa áfram í pólitík meðfram skriftum þar sem hann eflaust nýtur stuðnings Karls Th. Birgissonar líkt og áður. Kannski ætti næsta bók þeirra félaga að heita ,,Árin mín með Jóhönnu Sig.".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Greiddi ekki Jóhanna atkvæði gegn því að Geir yrði ákærður

Baldinn, 10.6.2013 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband