Júdas útskýrir silfurpeningana

Kosningarnar vorið 2009 var það á stefnuskrá VG að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Árni Þór Sigurðsson handlangari Steingríms J. hafði þó lætt inn í stefnuskrá flokksins óljósum orðum að þjóðin ætti að eiga aðkomu að málinu. Vel mátti skilja þetta orðalag þannig að ekki yrði send umsókn til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Kjósendur VG, þar á meðal sá sem hér skrifar, voru grunlausir þegar þeir greiddu flokknum atvæði sitt vorið 2009 í því trausti að VG stæði gegn aðild að Evrópusambandinu.

Svikasagan er öllum kunn: Árni Þór og þorri þingflokks VG sveik stefnuskrá flokksins og fór jafnframt lítið fyrir ádrætti um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu áður en umsókn yrði send. Þann 16. júlí 2009 voru svikin staðfest með því að ESB-umsókn Samfylkingar fékk stuðning þingmanna VG.

Árni Þór hefur baðað sig í aðlögunarsilfri frá ESB allt kjörtímabilið. Flokkurinn sem hann tilheyrir missti meira en helming kjósenda sinna.

Árni Þór líkir sér við persónu úr barnabókmenntum. Nær væri Árna Þór að kíkja í dimmustu holuna í helvíti Dantes til að finna sér selskap.


mbl.is Soffía frænka ekki eins vinsæl og Kasper, Jesper og Jónatan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skemmtileg samlíking hjá Árna Þór, en óheppileg. 

Öll börn vita nefnilega að Soffía frænka giftist einum ræningjanum í sögulok.

Kolbrún Hilmars, 29.4.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: JRJ

Nú heyrist vælið í vinstri mönnum úr mannheimum til andskotans og þar eiga þeir heima, þar er tekið á móti svikurum að hætti hússins.

JRJ, 29.4.2013 kl. 17:25

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki viss um að Kölski taki við Árna Þór.

Viggó Jörgensson, 29.4.2013 kl. 18:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi passar þá kannski núna;

Himnaríki hrakinn frá

heimsku sinnar geldur,

ekki fær hann inni hjá

andskotanum heldur.

að endingu það er mín spá

svo engu valda tjóni

karlinn verður hýstur hjá

Húsavíkur Jóni.

Í gömlum munnmælum segir að Húsavíkur Jón,taki við þeim sem skrattinn vildi ekki.

Þessar visur eru eftir Daníel Arnfinnsson og eru um hann sjálfan tvær af þrem,sem ég fékk að birta.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2013 kl. 18:55

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Kölski vill ekki menn eins og Árna þór,vegna þess að Árni þór rotnat að innan..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.4.2013 kl. 19:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju talið þið svona illa um hann Árna Þór?

Vitið þið ekki, að hann er vel upp alinn í Brussel?

Þetta er maðurinn sem fekk prívat og persónulega 10 millj. kr. styrk frá Evrópusambandinu!

Umgekkst þá Steingrímur J. hann af varfærni? Nei, þvert á móti, hann leiddi hann til öndvegis og gerði hann að formanni utanríkismálanefndar Alþingis, lykilmanni til að fjalla um Icesave (sem ESB þrýsti svo ákaft á um) og um ... sjálfa Össurar-umsóknina um inngöngu (= innlimun) í Evrópusambandið!

Jón Valur Jensson, 29.4.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo lærði hann hagfræði í Austur Þýskalandi.

Vantar bara framhaldsnám í Hagfræði frá Norður Kóreu. 

Þá væri hann kominn á toppinn. 

Viggó Jörgensson, 30.4.2013 kl. 10:28

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það vantar þverpólitískan rökræðu-umræðuvettvang á Íslandi. Friður skapar frið, og ófriður skapar ófrið.

Hvort viljum við?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2013 kl. 15:45

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir sjónarmið Önnu Sigríðar.

Mér finnst þessi bloggskrif hinna nokkuð í sama stíl og Gróa á Leiti væri farin að skrifa. Að tengja saman og draga frjálslegar ályktanir af staðreyndum er ekki gott veganesti til rökfastrar umræðu.

Aðild að Efnahagssambandi Evrópu myndi styrkja mjög hag heimilanna og ætli það hafi ekki verið megin rökstemdin fyrir aðildinni. En það eru vissir aðilar sem vita að þeir missa forræðið á ýmsu þ.á m. að ráðskast með ákvarðanir sem eru kannski ekki nógu vel grundaðar. Má þar nefna útgáfa heimildar um að reka mengandi starfsemi eins og álbræðslur. Sumum íslenskum stjórnmálamönnum virðist standa á sama þó mengunarkvótar séu gefnir svo einfalt dæmi sé nefnt.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.4.2013 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband