Hugmyndafræði Samfylkingar

Samfylkingin setti heimsmet í fylgistapi stjórnmálaflokks. Flokksfélagar leita skýringa og einn þeirra er Mörður Árnason. Hann skrifar hreinskilna grein og segist ekki almennilega vita út á hvað kosningabarátta flokksins gekk.

Meginþema greiningar Marðar er að Samfylkinguna skorti hugmyndafræði. En þar skjöplast honum. Aðild að Evrópusambandinu er hugmyndafræði Samfylkingarinnar. Öll orðræða Samfylkingar gekk út á að fá fá fylgi við ESB-umsóknina.

Fyrir fjórum árum skrifaði Mörður skýr skilaboð um hvað ríkisstjórn vinstriflokkanna ætti að ganga út á: Engin stjórn á Evrópu. Þar útlistaði verðandi þingmaður, Mörður sjálfur, að fyrirhuguð ríkisstjórn Samfylkingar og VG myndi hverfast um ESB-umsókn.

Eitt helsta slagorð Samfylkingar fyrir kosningarnar á laugardag var ,,Evrópusinnar sameinist". Stuðningurinn við þessa hugmyndafræði jafnaðarmannaflokksins kom helst frá afmörkuðum aðilum innan verslunargeirans. Ekki beinlínis fjöldahreyfing þar enda kom upp úr kjörkössunum 12,9 prósent stuðningur við ESB-umsóknina.

Samfylkingin stendur á þeim krossgötum að herða róðurinn fyrir ESB-aðild, og undirstrika þar með sérstöðu sína, eða viðurkenna mistökin og hafna Evrópustefnunni með þeim rökum að þjóðin hafi vegið og metið Evrópumálin í ákafri umræðu s.l. fjögur ár og komist að þeirri niðurstöðu að hún vilji ekki inn í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Svona hljóðar boðskapur Bjartrar Framtíðar:

"Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Við munum samþykkja eftir að Guðmundur Steingrímsson hefur leitt upplýsta umræðu um samninginn.

Halldór Jónsson, 29.4.2013 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband