Ekki-málin sem þjóðin hafnaði

Árni Páll Árnason byrjar stjórnarandstöðuna þar sem hann lauk kosningabaráttunni - út í móa. Þegar formaður Samfylkingar segir lýðræðislegt umboð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að breyta Íslandi ,,ekki neitt" fer hann flokkavillt. Það var Jóhönnustjórnin sem reyndi að bylta Íslandi án þess að hafa til þess umboð.

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur báðu um umboð til að breyta þjóðfélaginu. Meginskilaboð þessara flokka voru að lækka skatta annars vegar og hins vegar lækka skuldir heimilanna. Hvorugt er ýkja byltingarkennt.

Þjóðin kaus Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk vegna þess að hún vildi ekki farga fullveldinu, ekki leggja af krónuna, ekki breyta stjórnarskránni, ekki verða ESB-ríki, ekki rústa sjávarútveginum og loks vildi þjóðin ekki stöðugan pólitískan ófrið.

Þessi ekki-mál vildi þjóðin losna við og þess vegna hafnaði hún Samfylkingunni og VG.


mbl.is Ekkert umboð til að breyta þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Fattari formanns Samfylkingarinnar er trúlega ekki i góðu sambandi frekar en oft áður ,ef hann er " ekki" einfaldlega bilaður ?

rhansen, 29.4.2013 kl. 09:56

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það besta við niðurstöðu kosninganna er að nú munu kórarnir um "þjóðin vill" þagna. Frið til að lifa lífi sínu í ró og spekt er það sem þjóðin valdi.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2013 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband