VG stærri en Samfylkingin

Stórflótti frá Samfylkingu til VG er áberandi á lokaspretti kosningabaráttunnar. Samfylking mælist með 13 prósent fylgi en VG með 11,6 prósent og stækkar um rúm þrjúprósentustig frá síðustu könnun MMR. Ef fram heldur sem horfir verður VG stærri en Samfylking á kjördag.

Samfylkingin nýtur þess ekki að vera eini ESB-flokkur landsins. Sá þriðjungur þjóðarinnar sem gefur sig upp sem aðildarsinna í skoðanakönnunum lætur Evrópumál neðarlega í forgang. Árni Páll gerði Samfylkinguna að virkjanasinnuðum hægriflokki. Kjósendur sem telja sig til vinstri eiga ekki samleið með Samfylkingu, að ekki sé talað um þá sem eru náttúruvænir.

Samfylkingin er flokkur í andarslitrunum.


mbl.is Mælast svipað stórir í könnun MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Það er fólk sem vill ekki missa Ögmund, þrátt fyrir VG.  Væri ekki hissa ef Ögmundur væri einn innan VG að halda flokknum á floti.

Elle_, 25.4.2013 kl. 17:38

2 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Það hefur aldrei verið vinsælt að moka flór.

Það ber að virða þessa flokka (þó svo að ég sé ekki þeim sammála) að þeir skuli hafa - þrátt fyrir að vita þeirra aðgerðir yrðu ætíð sjálfsmorð - hvaða leið sem farin væri.

Það hefur ætíð verið auðvelt að sparka í liggjandi "mann".

Jón Örn Arnarson, 25.4.2013 kl. 17:52

3 Smámynd: Elle_

Jóhanna og co. voru ekki að moka.  Þau voru að eyðileggja og skíta út.  Þau voru í fyrri stjórn þó þau plati suma og segist ekkert hafa verið þarna.  Það þýðir ekkert að afsaka núverandi stjórnarflokka.

Elle_, 25.4.2013 kl. 18:07

4 identicon

Komið þið sæl; Páll - og aðrir ágætir gestir, þínir !

Elle !

Ögmundur er; sami ANDSKOTANS drullusokkurinn, sem og hitt liðið. Sýslumanns óhæfa Árnessýslu, á Selfossi - líkt öðrum collegum sínum, fer HAMFÖRUM þessa dagana, gegn fjölskyldum landsins, Í BOÐI ÖGMUNDAR !!!

Ögmundur; HVAÐ ???

Jón Örn !

Ertu; að reyna eð vera fyndinn, ágæti drengur ?

Hvaða ''aðgerðir'' knúðu á ''björgun'' Banka Mafíunnar hérlendu, ágæti drengur ?

Má kannski ekki; ''sparka'' í þjófabæli Banka- og sjálftöku stjórnmála hyskiins, ágæti drengur ?

Reyndu; að rumska til veruleikans, Jón minn.

Með; öngvu að síður, beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 18:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,það er ekki auðvelt að meiða nokkurn mann,en hirta hann duglega eru ósjálfráð viðbrögð þolanda fyrri gerða hans,sem hefur engin ráð til að dæma hann til betrunarvistar. Eina ráðið er að leggja sitt af mörkum til að gera hann valdalausan.

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2013 kl. 18:11

6 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Minn ágæti - ekki segja þetta - viltu með því segja að "hrunið" hafi ekki átt sér stað?

Öfgastefna VG og hin blinda EB stefna samsullsins á ekki rétt á sér í okkar samfélagi framtíðarinnar.

En það á ekki heldur einkavinavæðing - sem er smánarblettur á okkar samfélagi.

Jón Örn Arnarson, 25.4.2013 kl. 18:21

7 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, kannski skýring Ómars Geirssonar dugi?  Hinsvegar langar mig að vita hvað Ögmundur er að gera í VG.  Nei, hann er ekki eins og hin í flokknum.
Ómar Geirsson
VinstriGrænir fljúga uppá við.

Sem sýnir að innst inni kunna harðir vinstri menn að meta svik og óheilindi.

Og þjáningar og illvirki, sérstaklega alþýðunnar, hins brauðstritandi fólks.

Elle_, 25.4.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband