Lækkun skulda ríkissjóðs er velferð til framtíðar

Samstaða um lækkun skulda ríkissjóðs getur orðið hornsteinn að nýrri þjóðarsátt sem byggir á velferð til framtíðar. Það er réttlátara og raunhæfara markmið en flöt skuldaniðurfelling, sem Framsóknarflokkurinn er sakaður um að vilja, og skattalækkun sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar.

Lækkun skulda ríkissjóðs með stefnu um að eftir þrjú ár komi til ráðstafanir í þágu heimila (s.s. skattalækkun eða barnabætur/fjölskyldubætur) getur orðið samstarfsflötur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Kollsteypustefna um risavaxin útgjöld/skattalækkanir er ekki það sem þjóðin þarf á að halda.


mbl.is Mikilvægt að nýta svigrúmið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

núna erum við sammála. því miður virðist sannleikurinn um þennan skuldavanda heimilinna (stökkbreytt lán/forsendubrest) ætla að koma of seint í ljós og fátt geta stoppað 'flata niðurfærslu' til sumra

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef ekki tekst að láta réttu aðilana borga til baka skekkjuna til lánþeganna á að sleppa því.Er sammála þessum markmiðum sem þú lýsir.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.4.2013 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband